Næstkomandi laugardag 6. nóvember 2021 mun Zen kennari okkar Helga Kimyo, heiðursroshi og einn af stofnendum Zen á Íslandi - Nátthaga, flytja fyrirlesturinn "Eitt leiðir af öðru" að Kletthálsi 1. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Kimyo-Roshi verður með búddíska kennslu þar sem hún mun meðal annars kynna okkur fyrir Dazu Huike, sem var arftaki Bodhidharma og þar með annar Zen patríarkinn. En sagan segir að Huike hafi hitt Bodhidharma í Shaolin klaustrinu þegar hann var um fertugt en Bodhidharma hafi fyrst neitað að kenna honum. Til eru margar frásagnir um samskipti þeirra og mun Kimyo-Roshi örugglega nefna einhverjar. Hér er til dæmis ein: Huike sagði við Bodhidharma: "Hugur minn er út um allt og kvíðinn. Geturðu hjálpaðu mér að róa hann?" Bodhidharma svaraði: "Komdu með huga þinn, sýndu mér hann og þá skal ég hjálpa þér að róa hann." Huike sagði: "Ég hef leitað og leitað, en ég finn ekki hvar hugur minn er." "Sko," svaraði Bodhidharma, "ég hef þegar róað huga þinn." Við munum sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og svo hefst fyrirlesturinn kl. 9:15.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |