• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!

3/1/2019

0 Comments

 
Við hjá Zen á Íslandi - Nátthaga viljum þakka öllum kærlega fyrir samveruna á síðasta ári. Við gerðum margt skemmtilegt saman; til viðbótar við að selja Grensásveg 8 þá komum við saman í mörgum leshringjum, til að hlusta á ræður og kennslu kennara okkar og gesta, sátum bæði vorsesshin og borgarsesshin, hittumst á afmæli Búdda og sátum fram á miðja nótt til að halda upp á Rohatsu. Og auðvelt er að spá því að á næsta ári munum við enn og aftur koma saman á mörgum spennandi viðburðum og ég hlakka svo sannarlega til að sjá ykkur öll á nýju ári. Spennandi ár framundan.
Picture
​En við búddistar tökum á móti nýju ári eins og við tökum á móti hverjum nýjum degi, eins og hann sé sá fyrsti og sá síðasti. Við munum aldrei aftur lifa þennan dag. Þetta er hið rétta viðhorf til lífsins í okkar hverfula heimi. Allt er í stanslausu flæði og mun aldrei stoppa. Er þá eitthvað merkilegt við nýársdag? Þessu svaraði Dogen Zenji í ræðu í upphafi ársins 1241 þegar hann kenndi:
​Í dag er byrjun nýs árs, en líka dagur þriggja morgna. Ég segi dagur þriggja morgna því það er byrjun nýs árs, byrjun nýs mánaðar og byrjun nýs dags.
[...]
​Segjum sem svo að einhver [munkur] spyrði mig hvort það væri einhver Búdda kennsla [eða raunveruleiki eða raunveruleg þýðing] í upphafi nýs árs, eða ekki? Þá myndi ég svara: Það er. Segjum að munkurinn myndi þá spyrja, "Hver er Búdda kennslan í upphafi nýs árs?" Þessi fjallamunkur [Dogen sjálfur] myndi þá svara: Megi hver og einn, sitjandi eða standandi, taka við tíu þúsund blessunum. Segjum þá að munkurinn segi, "Úr því svo er, í samræmi við þessi svör, mun ég nú iðka." Þá myndi þessi fjallamunkur segja við hann: Ég hef í dag haldið yfirburðum yfir yfirburði. Nú vinsamlegast iðkið.
Og iðkun hjá Zen á Íslandi - Nátthaga hefst á mánudaginn kemur 7. janúar og er fyrsta seta kl. 17:30 á Grensásvegi 8, 4. hæð. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda Zazen svo til alla daga vikunnar og má finna iðkunartímana á forsíðu heimasíðu okkar zen.is.

"Til vakningar, blessunar og verndar fyrir allar verur"

Þú ert allt og allt er þú. Megi 2019 raungerast hér og nú, okkur öllum til heilla og blessunar. Níu djúpar beygjur, -Alfred Chozetsu, forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldra

    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð