RAFRÆN FÉLAGASKRÁ Til að halda betur utanum það hverjir félagsmenn Zen á Íslandi - Nátthaga eru þá höfum við nú tekið upp rafræna félagaskrá samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins frá síðasta ári. Í framhaldi af því langar okkur að biðja alla þá sem eru núverandi eða fyrrverandi iðkendur, styrktaraðilar eða skráðir sem trúfélagar hjá Zen á Íslandi - Nátthaga á vef Þjóðskrár að skrá sig í þessa nýju félagaskrá. Rafrænu skráninguna má nálgast með einu smelli á hnappinn hér að neðan eða á hnapp á forsíðu heimasíðunnar sem flytur þig yfir á síðuna Skráning í Zen á Íslandi. BREYTT FÉLAGSGJÖLD Einnig viljum við benda iðkendum á hækkun félagsgjalda. En þessi hækkun nú er aðallega til komin vegna breytinga hjá félaginu, með nýju húsnæði og nýjum ábóta, en ekki síst vegna hækkana á verðlagi síðan félagisgjaldið var lækkað fyrir nokkrum árum síðan. Á nýjum síðum á vef félagsins má svo finna frekari upplýsingar um félagsgjöld iðkenda Nátthaga. Styrktaraðilum viljum við benda á síðu með leiðbeiningum um fjárhagslega styrki til félagsins og að lokum á leiðbeiningasíðu fyrir félaga sem vilja skrá sig sem trúfélaga hjá Zen á Íslandi - Nátthaga á vef Þjóðskrár. Til vakningar, blessunar og verndar fyrir allar verur Megi þetta nýja ár verða okkur öllum til gæfu.
Níu beygjur, -Alfred Chozetsu
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |