Kæru félagar, Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Eins og flest ykkar vita erum við Gyða Myoji nýkomin heim eftir dvöl á Sonomafjalli þar sem ég hlaut Dharmayfirfærslu (Dharma Transmission) frá Roshi. Þetta var afskaplega ánægjuleg dvöl og biður Roshi hjartanlega að heilsa ykkur öllum. Ég segi ykkur betur frá við tækifæri. Við Myoji tókum líka þátt í athöfn sem fór fram á gamlárskvöld, en á Sonoma er gamla árið kvatt með 108 bjölluslögum ásamt því að brenna karmað í fallegri athöfn sem haldin er utandyra. Svo var líka kveikt í nokkrum blysum eins og lög gera ráð fyrir. Myndir frá athöfninni má finna á vefnum okkar undir IÐKUN > Myndir > Sonoma áramót 2018/2019. Í búddískri iðkun er karmað brennt í tákrænni athöfn. Þá er tími til að horfa til baka, líta yfir farinn veg og íhuga líf sitt og stefnu. Flest áramótaheit drukkna í mynstrunum okkar þrátt fyrir góðan ásetning eins og við vitum, karmað er sterkt og óumflýjanlegt. Með því að brenna karmað með þessum hætti látum við í ljós ósk okkar um að lífið okkar, hugsun, orð og athafnir verði til blessunar öllum lifandi verum.
Nk. laugardag, 20. janúar höldum við í Nátthaga upp á nýja árið og brennum karmað okkar í táknrænni athöfn eins og við gerðum í fyrra. Í kjölfarið fáum við okkur kaffi og eigum saman góða stund. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að bjóða með ykkur vinum og fjölskyldu. Ég hakka til að sjá ykkur öll! Laugardagurinn 20. janúar 2018: 08:00 Zazen 08:30 Nýársathöfn 09:00 Nýárskaffi Gassho, Zenki
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |