Senn líður að árlegri sesshin hugleiðsluhelgi Zen á Íslandi - Nátthaga í Skálholti sem fer fram dagana 13. - 17. maí. Sesshin merkir "að snerta hug og hjarta" og er nokkurra daga samfelld hópiðkun í þögn. Það er einstakt tækifæri til þess að draga sig úr amstri hversdagsins og gefa sig allan að iðkuninni með stuðning félaga sinna.
Miðvikudaginn 13. maí kl. 15:30 komum við saman í húsakynnum okkar að Grensásvegi 8 og förum þaðan saman í Skálholt. Þar komum við okkur fyrir og snæðum síðan léttan kvöldverð áður en iðkunin hefst. Sesshin lýkur síðan um miðjan daginn sunnudaginn 17. maí, eftir sameiginlega máltíð og frágang. Þátttökugjald fyrir allt sesshin er 35.000kr en 12.000kr fyrir stakan sólarhring. Trúfélagar í Nátthaga fá 10% afslátt af þátttökugjaldi. Til þess að skrá sig á sesshin þarf að senda póst á [email protected] Þátttakendur eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst. Hagnýtar upplýsingar um sesshin verða sendar til þátttakenda þegar nær dregur. Hægt er að lesa meira um sesshin hér Athugið að almenn dagskrá í Zen á Íslandi fellur niður meðan á sesshin stendur, en dagskráin hefst aftur miðvikudaginn 20. maí kl. 07:20 með sitjandi hugleiðslu.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |