Sesshin hugleiðsludagar - að snerta hug og hjarta
Sesshin er 5 daga hugleiðsluiðkun í þögn fyrir reynda iðkendur. Dagskráin er krefjandi og hefst dag hvern kl. 04:45 með hneigingum og inniheldur 10 lotur af hugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun, Dharma ræður og einkaviðtöl við kennara eða aðstoðarkennara, en deginum lýkur síðan kl. 21:00. Sesshin hefst kl. 19:30 á fyrsta degi og lýkur kl. 16:00 á síðasta deginum, en þeir sem komast ekki á allt sesshin geta samið um að taka þátt að hluta til. Vinsamlegast hafið samband við [email protected] fyrir frekar upplýsingar og skráningu á sesshin.