![]() Næsta laugardag 21. janúar mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá textann „Líf þitt er allt sem á vegi þínum verður“ eftir Kosho Uchiyama-roshi, í þýðingu Óskars Daian Tenshin Ingólfssonar. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Um efni leshringsins segir Zenki: „Það er sérstaklega gaman að fá tækifæri til að lesa texta í þýðingu Óskars Daian og minnast hans í leiðinni. Óskar var einn af þeim sem tók svo fallega á móti mér þegar ég fór að venja komu mína til Nátthaga. Hann er einn af mínum fyrirmyndum og ég sakna hans mikið. “
0 Comments
![]() Næstkomandi laugardag 14. janúar 2023 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn „Eins og fremri og aftari fótur á göngu“ að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Hvernig getum við lært að ganga í friði og lagt þannig lóð á vogarskálar friðar og jafnréttis? Það er mikilvægt að þekkja sitt eigið göngulag. Því manneskja sem þekkir djúplega sitt eigið göngulag gengur í friði og færir ljós inn í allar aðstæður og hvert skref græðir og nærir. Úr friðarsporum spretta blóm umburðarlyndis og kærleika gagnvart okkur sjálfum, náttúrunni og okkar samferðafólki. Slík manneskja sér hið smáa í því stóra og hið stóra í því smáa og skilur djúplega að allt í heiminum er samtengt, samofið í eina lifandi heild. - Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. ![]() Rohatsu er japanska og vísar til dags uppljómunar Búdda. Hefð er fyrir því að halda daginn hátíðlegan og sitja hugleiðslu inn í nóttina. Við hjá Zen á Íslandi - Nátthaga sitjum því hugleiðslu frá kl. 21:00 föstudagskvöldið 2. desember næstkomandi og til kl. 1:00 aðfararnótt laugardagsins. Dagur uppljómunar Búdda er hátíðisdagur allra búddista. Þá höldum við uppá að Siddhartha Gautama uppljómaðist sem Shakyamuni Búdda. Sagan á bak við þennan dag uppljómunar er í raun saga búddismans. Hún er líka saga um andlegt ferðalag venjulegs manns til uppljómunar, svo og saga kennslu hans og þeirra aðferða sem hann kenndi okkur til að lifa lífinu. Þegar þessi maður, Siddhartha Gautama, fann leiðina til uppljómunar þá leiddist hann af braut þjáningar og endurfæðingar, inn á braut uppljómunar og varð þá þekktur sem hinn uppljómaði, Shakyamuni Búdda, eða bara Búdda. Iðkendur sem ekki hafa setið Rohatsu velta því gjarnan fyrir sér hvort þetta sé ekki langur tími til að iðka sitjandi hugleiðslu, í 4 klukkustundir. En reyndin er sú, að sögn þeirra sem áður hafa setið Rohatsu, að tíminn breytist þegar maður situr zazen í langan tíma. Klukkustund getur virst sem tuttugu mínútur og tuttugu mínútur geta virst sem klukkustund. Við viljum því hvetja alla iðkendur til að mæta og upplifa Rohatsu með okkur núna í byrjun desember mánaðar. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, en það er engin seta laugardagsmorguninn á eftir. ![]() Næstkomandi laugardag 19. nóvember 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Steinkona fæðir barn um nótt" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Birting þessarar stundar hefur alltaf verið og mun alltaf vera handan þess sem við getum skilið. Allur heimurinn birtist samtímis hér og nú og á sér hvorki fortíð né framtíð. Japanski zenmeistarinn Fuyo Dokai tjáði handanleika tilverunnar með því að segja: „Fjöllin bláu ganga án afláts; steinkona fæðir barn um nótt.“ Hvað átti hann við? -Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. Næsta laugardag 12. nóvember mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá kaflann "Að snúa ljóma ykkar innávið" úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi, í þýðingu Brynjars Shoshin. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum segir meðal annars:
"Það myndi varla trufla nokkuð ef ský tækju að birtast á himninum, rétt eins og það myndi varla trufla að ótal öldur birtust í hafinu. Einmitt þetta er lífsvirkni himins / hafs. Hið upphafslausa rými, hið takmarkalausa fagurbláa himinn / haf – tómið, með því á ég við ótakmarkaða, tæra, eðlilega vitund – meðtekur það allt fyrirhafnarlaust. Þetta er hugur ykkar, kjarni sjálfseðlis ykkar án takmarkanna, ekkert upphaf, enginn endir. Þetta er ljómi ykkar upprunalega huga." Djúpt Gassho. ![]() Næsta laugardag 29. október mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Vð lesum kafla í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni “Ekkert upphaf, enginn endir” eftir Jakusho Kwong-roshi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Öll eru velkomin og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum kemur meðal annars þetta fram: „Þegar við viðhöldum lífsgildunum og anda lífsgildanna í því hvernig við göngum, hvernig við sitjum, hvernig við borðum, hvernig við tölum og hvernig við tengjumst hvert öðru og umhverfi okkar þá færir stöðug nærvera þeirra ljós inn í líf okkar.“ ![]() Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga hefjast miðvikudaginn 12. október og standa til og með laugardagsins 15. október í aðsetri Zen á Íslandi að Kletthálsi 1, 2. hæð. Eins og venja hefur skapast fyrir þá höldum við Borgarsesshin á haustin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins. Þátttökugjald á sesshin er 10.000 krónur Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt. SKRÁNING FER FRAM Á ZEN@ZEN.IS Sesshin hefst miðvikudagskvöldið 12. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu, inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Laugardaginn 15. október stendur dagskráin frá kl. 07:00 - 15:15. Oryoki máltíð mun fara fram á laugardeginum. * Full dagskrá Borgarsesshins er fyrir neðan myndina. Miðvikudagur 12. október 19:30 Zazen (sitjandi hugleiðsla) 20:05 Kinhin (gönguhugleiðsla) 20:15 Zazen 20:50 Heitin fjögur Fimmtudagur - Föstudagur 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Iðkun í dagsins önn 19:30 Zazen 20:00 Kinhin 20:10 Zazen 20:40 Heitin fjögur Laugardagur 15. október 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Oryoki - Hlé 10:00 Samu / Vinnuiðkun 10:45 Morgunkaffi 11:15 Zazen 11:45 Kinhin 11:55 Zazen 12:25 Kyrjun - Oryoki - Hlé 13:45 Zazen 14:15 Kinhin 14:45 Zazen 15:15 Heitin fjögur-Kveðjuhringur Næstkomandi laugardag 1. október 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Fjöllin bláu ganga án afláts" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Ástvaldur Zenki segir:
"Frá upphafi tímans hafa fjöllin gengið án afláts. Það er mikilvægt að þekkja vel göngulag fjallanna því það að þekkja göngulag fjallanna er að þekkja sitt eigið göngulag. Fjöllin vaka fjarskablá yfir fjörðum og dölum og eru, rétt eins og við mennirnir, á sífeldu iði. Ekki efast um göngu þeirra þó þau séu mikilfengleg og ímynd stöðugleikans og líti alls ekki út fyrir að vera að fara neitt sérstakt. Allt breytist stöðugt, það er eðli fjalla og manna." Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. ![]() Næsta laugardag 17. september mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Vð lesum kafla í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni “Ekkert upphaf, enginn endir” eftir Jakusho Kwong-roshi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Öll eru velkomin og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum kemur meðal annars þetta fram: “Þegar þið takið við einhverju opnum örmum verðið þið að sleppa takinu af öllu öðru, jafnvel ykkur sjálfum, þeim sem eru að taka við.” ![]() Heil og sæl, Mig langar til þess að segja ykkur frá því að það verður blásið til söngufundundar næsta laugardag 10. september. Við fáum okkur morgunkaffi og með því eftir Zazen og höfum svo fund í kjölfarið. Í Söngu erum við hvort öðru skjól og styrkur. Við sitjum ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir alla skynveru, fjölskylduna okkar og samfélagið allt. Í söngu lærum við listina að staldra við og sjá djúpt og vera hvort öðru það faðmlag og skjól sem við þurfum til að vakna. Að vakna er besta gjöfin sem við getum gefið hvort öðru. „Þegar þú leyfir þér að vera í söngu eins og vatsdropi leyfir sér að vera í ánni, orka söngunnar getur smogið inn í þig og umbreyting og heilun verður möguleg.” -Tich Nath Hanh Breyting hefur verið gerð dagskránni okkar og einnig verða mannabreytingar í nokkrum embættum. Ég hlakka til að sjá ykkur öll. Gassho, Zenki |
Eldra
August 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |