Næstkomandi laugardag 17. október 2020 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Styrkurinn í mýktinni" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 10:00. "Í zazen hugleiðslu iðkum við mjúka og opna athygli og við finnum hvernig það er að vera til akkúrat núna og leyfum því að gerast, meðtökum stundina í mýkt. Í þessari mjúku og opnu athygli finnum við styrk lífsins, okkar eigin styrk til að takast á við allt það sem mætir okkur í daglegu lífi. Ekki síst á erfiðum tímum sem nú þegar reynir á styrk og úthald okkar allra."
Áður en fyrirlesturinn hefst á laugardaginn þá iðkum við hugleiðslu frá kl. 09:00 í 40 mínútur. En í stað þess að sitja saman að Kletthálsi eins og venjan er þá situr hver heima hjá sér. Með þessu fyrirkomulagi sýnum við í verki samfélagslega ábyrgð og um leið stuðning hvert við annað. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |