Kæru félagar og vinir, Haustdagskrá Nátthaga hófst um miðjan ágúst með sitjandi hugleiðslu (zazen) en frá 1.sept. komu aðrir fastir liðir. Félagar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Helga Kimyo og Ástvaldur Zenki verða með viðtalstíma á fimmtudagskvöldum tvisvar sinnum í mánuði, 11. og 18.september, 23. og 30.október, og 13. og 20. nóvember. Vinsamlegast komið í viðtal og skráið ykkur á korktöflunni á Grensásveginum. Hugleiðsluvikan (sesshin) "Að vera tíminn" verður 15. til 18. október og er haldin að Grensásvegi 8, en við færum iðkunina einnig út í daglegt líf og erum til skiptis í setusalnum, vinnunni og heima. Miðvikudagskvöldið 15.október byrjum við kl.19:30-21:00 í setusalnum, höldum svo áfram næsta morgun kl.07:00-08:30 í setusal, komum svo aftur kl.17:00-20:45 og endurtökum svo leikinn daginn eftir, en laugardaginn 18. mætum við í setusalinn kl. 07:00 og erum þar til kl. 17:00. Með þessari tilhögun skapast góð tækifæri til að takast á við sesshin iðkun (en sesshin þýðir "að snerta og hug og hjarta") sem gefur iðkandanum sanna mynd af sjálfum sér og iðkuninni. Það er upplagt að skoða hvaða möguleika maður hefur á að taka þátt og hafa samband um tillögur t.d. fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í sesshin áður. Verð fyrir sesshin er 10.000kr. en fyrir fasta iðkendur sem greiða félagsgjald 6000kr. Námskeið sem við höfum kallað "Nálgun að zen" byrjar 16. september. Þetta er fjögurra kvölda námskeið sem hefur verið vel sótt og ég leyfi mér að mæla með því fyrir þá sem vilja byrja að stunda zen iðkun eða hafa nýlega byrjað að iðka zen. Verð er 15.000kr. og skráning er með tölvupósti á [email protected] Með vinsemd og góðum óskum. Fyrir hönd Nátthaga
Gassho Helga Kimyo
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |