• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Haustdagskrá 2014

4/9/2014

0 Comments

 
Kæru félagar og vinir,
Haustdagskrá Nátthaga hófst um miðjan ágúst með sitjandi hugleiðslu (zazen) en frá 1.sept. komu aðrir fastir liðir. Félagar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Á laugardaginn 6. sept.verður Mikhael Zentetsu með hugvekju um búddisma kl.9:15, sem ber titilinn “Gamall Hundur”.
Fræðsluefni leshringanna er að þessu sinni fengið úr bókinni "Living By Vow" eftir Zen meistarann Shohaku Okumura sem er einnig einn af mestu fræðimönnum zen búddismans nú á tímum og hefur skrifað um og þýtt m.a. mörg helstu verk Dogens. Kennari okkar Kwong-roshi mælti eindregið með þessu efni sem fjallar um helstu ritningarnar sem kyrjaðar eru í Soto Zen og Mahayana hefðinni. Það eru Andri Fannar og Mikhael Zentetsu sem þýða, Mikhael þýðir umfjöllunina um Hjartasútruna en það er langt og viðamikið verk og Okumura fjallar um það á bæði fræðilegan og persónulegan máta.  Andri þýðir kafla sem heitir "The Three Minds". Það er ekki nokkur vafi á því að við munum öðlast betri innsýn í okkar eigin iðkun með því að tileinka okkur þessa fræðslu.
Picture
Helga Kimyo og Ástvaldur Zenki verða með viðtalstíma á fimmtudagskvöldum tvisvar sinnum í mánuði, 11. og 18.september, 23. og 30.október, og 13. og 20. nóvember. Vinsamlegast komið í viðtal og skráið ykkur á korktöflunni á Grensásveginum.
Hugleiðsluvikan (sesshin) "Að vera tíminn" verður 15. til 18. október og er haldin að Grensásvegi 8, en við færum iðkunina einnig út í daglegt líf og erum til skiptis í setusalnum, vinnunni og heima. Miðvikudagskvöldið 15.október byrjum við kl.19:30-21:00 í setusalnum, höldum svo áfram næsta morgun kl.07:00-08:30 í setusal, komum svo aftur kl.17:00-20:45 og endurtökum svo leikinn daginn eftir, en laugardaginn 18. mætum við í setusalinn kl. 07:00 og erum þar til kl. 17:00.  Með þessari tilhögun skapast góð tækifæri til að takast á við sesshin iðkun (en sesshin þýðir "að snerta og hug og hjarta") sem gefur iðkandanum sanna mynd af sjálfum sér og iðkuninni. Það er upplagt að skoða hvaða möguleika maður hefur á að taka þátt og hafa samband um tillögur t.d. fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í sesshin áður. Verð fyrir sesshin er 10.000kr. en fyrir fasta iðkendur sem greiða félagsgjald 6000kr.
Námskeið sem við höfum kallað "Nálgun að zen" byrjar 16. september. Þetta er fjögurra kvölda námskeið sem hefur verið vel sótt og ég leyfi mér að mæla með því fyrir þá sem vilja byrja að stunda zen iðkun eða hafa nýlega byrjað að iðka zen. Verð er 15.000kr. og skráning er með tölvupósti á zen@zen.is
Með vinsemd og góðum óskum.
Fyrir hönd Nátthaga
Gassho
Helga Kimyo
HAUSTDAGSKRÁ 2014
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldra

    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð