![]() Næstkomandi laugardag, 1. apríl höldum við upp á afmæli Búdda á Grensásveginum með fjölskyldu og vinum. Við höldum fallega athöfn í Zendóinu okkar kl. 11:00 þar sem við förum upp að altarinu og laugum Búdda vatni. Með athöfninni minnumst við fæðingu Búdda og bjóðum börnum okkar, fjölskyldu og vinum að taka þátt. Athöfnin tekur um 30 mínútur. Það er gott að geta leyft fjölskyldu og vinum að skyggnast inn í okkar iðkun og upplifa styrkinn og einlægnina sem einkennir okkar athafnir. Það væri líka sérstaklega gaman að sjá eldri iðkendur sem ekki hafa komið lengi. Eftir athöfnina höldum við afmælisveislu og eins og venjulega leggur hver og einn til eitthvað gómsætt svo úr verður dýrindis veisluborð að vanda. Athugið að það er engin seta um morguninn.
1 Comment
Kristín Ísleifsdóttir
31/3/2017 00:58:26
Mæti
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
January 2021
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |