Laugardaginn 18. mars næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram leshringur í Nátthaga. Nú lesum við saman íslenska þýðingu Gyðu Myoji á köflum úr bókinni Hvernig á að matreiða lífið? (How to cook your life) eftir japanska Zen meistarann Kosho Uchiyama-roshi. Á 13. öld skrifaði Zen meistarinn Dogen handbókina “Leiðbeiningar fyrir Zen kokkinn”. Undirbúningur máltíða í Zen klaustrum og andleg iðkun eiga sér margar hliðstæður og í bók sinni kennir Dogen okkur hvernig á að “matreiða” lífið. Uchiyama-roshi varpar nýju ljósi á þennan sígilda texta Dogen með umfjöllun sinni, þeim sem ganga veginn í dag til gagns og blessunar. Allir eru velkomnir á leshringinn. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2021
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |