[Þ]ið munið ... uppgötva að í gegnum setuiðkun ykkar þróið þið með ykkur einskonar stöðugleika í lífinu. Það er eitthvað mjög djúpt og óhagganlegt í ykkur sjálfum sem var alltaf til staðar, rétt eins og nákvæmlega á þessari stundu er agnarsmátt brum á trjám og plöntum. Sem sagt, þá hefst hugleiðslan kl. 09:00 og leshringurinn strax í framhaldinu. Allir eru velkomnir að tengjast inn og sitja og lesa með okkur. Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekkinn: Zoom kenni: 782 3037 7712 Zoom hlekkur: https://us04web.zoom.us/j/78230377712 Ræða Ástvaldar í beinu streymi SMZCÞar að auki langar okkur að segja frá því að Ástvaldur Zenki verður með ræðu seinnipart þessa sama laugardags. Ræðan hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en hugleiðsla á undan hefst kl. 17:30. Bæði hugleiðsla og ræða verða í beinu streymi Sonoma Mountain Zen Center og er Zoom aðgengið: Zoom kenni: 570 834 905 Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/570834905 Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á Zoom á laugardaginn. Djúpt Gassho.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |