Vorsesshin Zen á Íslandi - Nátthaga verður haldið í Skálholtsbúðum 18-22. maí 2022 undir yfirskriftinni Að taka skrefið afturábak! Þátttökugjald er 42.000 kr. en 37.800 kr. fyrir iðkendur sem greiða árgjald, og skráning er á [email protected]. En vegna skipulagningar langar okkur því að biðja ykkur um að skrá ykkur sem fyrst. Athugið að það verður boðið upp á oryoki kennslu í setunni að Kletthálsi laugardaginn 14. maí. Sesshin er nokkurra daga samfelld hópiðkun og getur þýtt "að snerta hug og hjarta" sem vísar til þess að á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Iðkun fer fram í þögn og með vakandi athygli, þannig gefum við hvert öðru rými og einbeitum okkur að hinni einu stund. En Sesshin er þannig sérstakt tækifæri sem okkur býðst til að halda uppi anda Zen iðkunar til blessunar og heilla fyrir okkur sjálf, fjölskyldu okkar og allt samfélagið.
Dagskráin hjálpar iðkendum að gefa sig fyllilega að því sem á vegi þeirra verður hverju sinni, í hugleiðslusetum, gönguhugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun og sameiginlegum máltíðum, en þátttakendum gefst líka tími til hvíldar á milli dagskrárliða. Máltíðir fara fram í formlegri oryoki athöfn þrisvar sinnum á dag en utan þeirra er boðið upp á kaffi og snarl í hvíldarpásum. Með von um að sjá ykkur sem flest í Skálholti. Djúpt gassho.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |