Næstkomandi laugardag 28. september kl. 10:00 í húsnæði Zen á Íslandi að Kletthálsi 1 munu Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji segja sögu af ferðalagi sínu, þjálfun og zen iðkun í japönsku klaustri núna í sumar . Ástvaldur Zenki er sem sagt nýkominn heim eftir 3 mánaða iðkun og þjálfun í Zen klaustrinu Toshoji í Japan. Í janúar 2018 afhenti Jakusho Kwong Roshi Zenki kennsluna til að miðla áfram sem Zen kennari og var dvölin í Japan liður í því ferli. Gyða Myoji, eiginkona Zenki og Zen nunna, dvaldi í Toshoji í einn mánuð og saman deila þau ferðasögu sinni með okkur á laugardaginn í máli og myndum. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Ferðasagan verður svo sögð frá kl. 10:00. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
April 2021
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |