Næsta laugardag, 16. nóvember frá kl. 09:15 - 10:15 mun Ástvaldur Zenki-sensei flytja Darmaræðu í húsakynnum Nátthaga að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Yfirskrift ræðunnar er "Vakandi athygli, fræ heilunar". Ástvaldur segir: "Enginn vex úr grasi án þess að þróa með sér kerfi til að lifa af, einskonar varnarkerfi sem er í raun eðlileg viðbrögð barns við óeðlilegum aðstæðum. Þegar fram líða stundir höldum við áfram að þróa varnarkerfið okkar, mynstur sem felur í sér mikla þjáningu, okkar persónulegu þjáningu. Fáir, ef einhverjir, sleppa. Öll erum við meira eða minna þrælar þessara vana- og varnarkerfa og bregðumst við, eins og nafnið gefur til kynna, af vana og oftast óafvitandi. Þessi Mynstur viðhaldast afþví að við sjáum ekki, lítum okkur ekki nær eða gefum okkur tíma til að staldra við og horfa af vakandi athygli, einlægni og heiðarleika djúpt inn í tilveruna þar sem fræ heilunar liggur í dvala. Með því að beina okkar náttúrulegu, vakandi athygli að stundinni vökvum við fræ heilunar."
Allir eru innilega velkomnir á ræðuna næsta laugardag og aðgangur er ókeypis. Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Níu djúpar beygjur.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |