Næstkomandi laugardag 30. apríl 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja darmaræðuna "Um daginn og veginn" í húsnæði okkar að Kletthálsi 1, 2. hæð og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Ræðan er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. En hann segir:
"Við eigum það öll sameiginlegt að vita í raun ekki hvað dagurinn ber í skauti sér eða hvað á vegi okkar verður. Framvinda dagsins og hinn hlykkjótti vegur er okkur hulin hvort sem okkur líkar betur eða verr. „Lífið er sitt eigið undur” eins og japanski zen meistarinn Shunryu Suzuki orðaði það. Við blekkjum okkur með því að halda því fram að við höfum einhverja stjórn á framvindu lífsins og okkur finnst við vera sjálf að lifa lífinu í eigin krafti en sannleikurinn er sá að lífið lifir okkur. Japanski zen meistarinn Dogen Zenji sagði: „Að við lifum í krafti okkar sjálfra og skiljum allt er blekking. Að lífið birtist og skilur sig sjálft er uppljómun". Að sleppa tökunum og stíga skref afturábak, kallast að vakna til lífsins, að vera með lífinu eins og lífið vill vera með þér. Í ljósi aðstæðna í heiminum í dag er það einmitt það sem við þurfum hvað mest á að halda, að vakna til lífsins. Við getum ekki látið aðra vakna til lífsins, við getum einungis vaknað sjálf. Þess vegna er framtíðin í þínum höndum." Til blessunar öllu lífi.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |