![]() Næstkomandi laugardag 19. nóvember 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Steinkona fæðir barn um nótt" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Birting þessarar stundar hefur alltaf verið og mun alltaf vera handan þess sem við getum skilið. Allur heimurinn birtist samtímis hér og nú og á sér hvorki fortíð né framtíð. Japanski zenmeistarinn Fuyo Dokai tjáði handanleika tilverunnar með því að segja: „Fjöllin bláu ganga án afláts; steinkona fæðir barn um nótt.“ Hvað átti hann við? -Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
1 Comment
Jón Snorrason
18/11/2022 22:19:16
kkk
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
January 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |