SKRÁNING ER HAFIN Árleg Sesshin hugleiðsluhelgi Zen á Íslandi - Nátthaga fer fram í Skálholti miðvikudaginn 16. maí - sunnudagsins 20. maí 2018. Skráning er hafin á [email protected] eða á skráningablaði sem liggur frammi á Grensásvegi. Einnig er hægt að smella á hnappinn hér að neðan: Almennt þáttökugjald er 42.000 kr. en 37.800 kr. fyrir reglulega iðkendur sem greiða árgjald. HVAÐ ER SESSHIN? Sesshin er nokkurra daga samfelld hópiðkun. Við hjá Zen á Íslandi höldum Sesshin einu sinni á ári, að vori til, og förum þá upp í Skálholt þar sem við gistum og iðkum í fjóra daga. Sesshin merkir bókstaflega "að snerta hug og hjarta", sem getur vísað til þess að í hugleiðslu á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Öll iðkun á Sesshin fer venjulega fram í þögn og með vakandi athygli, þannig truflum við ekki aðra iðkendur og einbeitum okkur að hinni einu stund. Á Sesshin hefst dagurinn kl. 04:45 og er setin zazen hugleiðsla nokkrum sinnum yfir daginn, í 30 mínútur í senn. Á dagskráinni eru einnig gönguhugleiðslur, kyrjanir, vinnuiðkanir, einkaviðtöl við kennara, ræður og annað fræðsluefni ásamt hvíldar- og matartímum. En deginum lýkur kl. 21:00 á kvöldin. Dagskráin hljómar kannski erfiðari en hún er og eiga iðkendur sem hafa komið í sitjandi hugleiðslu hjá Zen á Íslandi venjulega ekki í vandræðum með Sesshin. FRÆÐSLUSESSHIN 2018 Sesshin í ár verður með sambærilegu sniði og í fyrra, svokallað fræðslusesshin. En þá er um meiri fræðslu og samskipti milli nemenda að ræða, en á hefðbundnu Sesshin. Fræðslusesshin Zen á Íslandi er í anda "Genzo-e" námskeiðanna sem Soto Zen meistarar á borð við Nishiari Bokusan, Oka Sotan og Ian Kishizawa gerðu vinsæl snemma á 20. öldinni í Japan. Í ár munum við flétta fræðslu og rannsóknir á texta Shohaku Okumura um matmálssútrurnar saman við hina sitjandi hugleiðslu og aðra formlega iðkun. Þegar við neytum matar á Sesshin þá er það gert með hinni japönsku Oryoki aðferð. En það er hluti af þessari aðferð að fara með matmálssútrurnar, sem við ætlum að fræðast um í þetta sinn. Við köllum þetta Sesshin "Allt sem á vegi þínum verður". ORYOKI MÁLTÍÐ ER IÐKUN MILLIVEGARINS Þýski nítjándu aldar heimspekingurinn Ludwig Feuerbach sagði eitt sinn, "Við erum það sem við borðum." Reyndar erum við ekki bara það sem við borðum, heldur líka það sem við sjáum, heyrum, hugsum og gerum. Jijuyu zanmai - það samadhi sem tekur á móti eigin sjálfi og beitir eigin sjálfi - er þegar við meðtökum allt sem á veginum verður eins og það er í sjálfu sér, og tökum á móti öllum hlutum og verum sem okkar eigið sjálf. Mikilvægasta kennsla Dogens Zenji er að meðtaka þennan líkama og hug og öllu sem við mætum sem lífinu okkar. Þá verður sjálfið og allur dharmaheimurinn einn óaðgreinanlegur veruleiki. Við skulum meðtaka og nota allt sem á vegi okkar verður sem samadhi. Lífið allt er samadhi. Þetta þýðir að hver einasta athöfn hins daglega lífs verður birtingarmynd zazen iðkunar okkar. ERTU MEÐ SPURNINGU? Ef þú ert með einhverja spurningu þá endilega sendu póst á [email protected].
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |