Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga fara fram 12. - 15. október næstkomandi í aðsetri Zen á Íslandi að Grensásvegi 8. Eins og venja hefur skapast á haustin höldum við svokallað borgarsesshin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins. Sesshinið hefst miðvikudagskvöldið 12. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu og inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Síðan komum við saman næstu tvo daga, á morgnana kl. 07:00 - 08:30 og kl. 17:00 - 20:45, og síðan laugardaginn 15. október frá kl. 07:00 - 16:00. Oryoki máltíðir munu fara fram á fimmtudags- og föstudagskvöld og á laugardeginum. Þátttökugjald á sesshin er 8000 krónur og skráning fer fram á Grensásveginum eða með því að senda póst á [email protected] fyrir mánudaginn 10. október næstkomandi. Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að hafa samband og láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt, og þeir sem ekki eiga oryoki skálar eru sömuleiðis beðnir um að láta vita með pósti. Einnig er hægt að taka þátt aðeins á laugardeginum og kostar það 4000kr, en athugið að þeir sem greiða árgjald fá 10% afslátt af þátttökugjaldi.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |