JAKUSHO KWONG ROSHI 80 ÁRA
Kæru félagar og vinir, Senn líður að stórtíðindum, því að laugardaginn 14. nóvember næstkomandi verður Jakusho Kwong-roshi, kennari og andlegur leiðtogi Zen á Íslandi - Nátthaga, áttræður. Jakusho Kwong, eða Roshi eins og hann er kallaður, hefur verið kennari og andlegur leiðtogi Zen á Íslandi allt frá stofnun hópsins árið 1986. Roshi hefur heimsótt okkur nánast á hverju ári frá þeim tíma og unnið gríðarlegt starf til að sá fræjum Zen iðkunar á Íslandi. Það er ekki ofsögum sagt að ef væri ekki fyrir hans miklu vinnu í þágu Dharma þá værum við ekki hér í dag! Við höldum upp á daginn á Grensásvegi 8 með sérstakri afmælisdagskrá laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Allir eru velkomnir, og sérstaklega eldri nemendur Kwong Roshi sem og fjölskyldumeðlimir, makar, vinir og börn. Dagskráin hefst kl. 08:00 með hugleiðslu í um 30 mínútur. Síðan verður kennsla Roshi lesin í íslenskri þýðingu, og um klukkan 09:00 verður boðið til kaffisamsætis. Hægt verður að senda Roshi heillaóskir á afmælinu með hjálp tölvutækninnar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að samfagna með okkur þessu stórafmæli á laugardaginn! Comments are closed.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |