Við höldum í heiðri uppljómunardag Búdda með Rohatsu (miðnæturhugleiðslu) á föstudaginn næstkomandi kl.24:00 - 04:00. Athugið að dagskrá laugardagsins fellur niður vegna þessa.
Uppljómunardagur Búdda er búddískur helgidagur til minningar um að Siddhartha Gautauma uppljómaðist á þessum degi. Í sex ár hafði Siddhartha ferðast um í leit að sannleikanum um þjáningu lífsins. Þessi leit hafði dregið hann inn í meinlætalíf munka svo hann leit út eins og lifandi beinagrind og upplifði hræðilegan sársauka og hungur. Þegar hann var nær dauða en lífi þá áttaði hann sig á að meinlæti væri ekki leiðin. Kvöldið fyrir 8. dag 12. mánaðar settist hann niður til að hugleiða, krosslagði fætur undir Bodhi-tré og hugðist ekki hreyfa legg né lið fyrr en hann hefði fundið sannleikann. Þegar leið á nóttina sá hann allt í einu sannleikann og það upplýstist fyrir honum hvernig allt líf fylgir orsök og afleiðingu og góðar gjörðir leiða mann frá þjáningunni. Siddharta varð nú Búdda, hinn uppljómaði. Upp á þennan dag höldum við því með að sitja og hugleiða í 4 klukkustundir frá miðnætti fram undir morgun. Við hittumst á Grensásveginum föstudagskvöldið 2. desember undir miðnætti og sitjum inn í aðfararnótt laugardagsins 3. desember.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |