Næsta laugardag, 25. janúar mun Ástvaldur Zenki-sensei flytja fyrirlesturinn "Orðin tóm" í húsakynnum Nátthaga að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er stundvíslega frá kl. 09.15 - 10:15. En á undan honum er hugleiðsla frá kl. 08.00 og er líka öllum velkomið að taka þátt í henni. Ástvaldur segir: "Zen hugleiðsla, eða Zazen, er iðkun sem byggir ekki á orðum eða hugmyndafræði heldur beinir iðkandinn athygli sinni að því sem er akkúrat núna án þess að vilja breyta neinu. [...] Allt sem til er í heiminum hefur aðeins einn stað til að vera til á og það er núna. Ekkert hefur nokkurntíman verið til fyrir utan núna, það er ekkert áðan og ekkert á eftir."
Eins og áður segir þá eru allir innilega velkomnir á fyrirlesturinn næsta laugardag og aðgangur er ókeypis. En dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Hlakka til að sjá ykkur öll á laugardaginn.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |