Kæru félagar, Næstkomandi laugardag 18. janúar höldum við í Nátthaga upp á nýja árið og brennum karmað okkar í táknrænni athöfn. En dagskráin er svona: 08:00 Zazen 08:40 Nýársathöfn 09:10 Nýárskaffi Karma er óumflýjanlegt og órjúfanlegur hluti af því að vera hugsandi manneskja. Við erum öll föst í vanabundinni hegðun og hugsunum. Þegar við brennum karmað skrifum við á miða eitthvað sem við erum tilbúin að sleppa, eitthvað í fari okkar eða vanamynstrum sem þjónar okkur ekki lengur. Svo brennum við miðann og tjáum þannig á táknrænan hátt okkar einlægu heit um að líf okkar, hugsun, orð og athafnir, verði til blessunar öllum skynverum og leggjum okkar að marki til friðar og jafnréttis. Að lokinni athöfninni fáum við okkur svo kaffi og eigum saman góða stund. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að bjóða með ykkur vinum og fjölskyldu.
Ég hlakka til að sjá ykkur. Gassho, Zenki
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |