Næstkomandi laugardag 12. febrúar 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja darmaræðuna "Lífið (með stórum staf)" í húsnæði okkar að Kletthálsi 1, 2. hæð og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Ræðan er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Zenki mun tala um það hvernig Zen búddismi lítur á tilveruna og hvernig við getum fundið sátt í Lífinu (með stórum staf) jafnvel þó að við getum ekki sagt hvað það er. En hann segir meðal annars: Það er okkur mönnunum mikilvægt að vita, að útskýra allt mögulegt og ómögulegt. Við samsömum okkur því að vita. „Ég hugsa, þess vegna er ég” eins og René Descartes orðaði það. En þrátt fyrir það hefur engum tekist að segja hvað lífið er í raun og veru. Við erum því í grunninn eitthvað sem við getum ekki sagt hvað er. Ef við vitum ekki og getum ekki sagt það, hvað erum við þá? Hvað er líf og hvað er dauði? Hvað getur þetta verið? Hvernig get ég verið eitthvað sem ég get ekki sagt hvað er? -Zenki Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |