Næstkomandi laugardag 7. mars munum við halda leshring hjá Zen á Íslandi - Nátthaga, að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Í þetta sinn lesum við "Lauslega þýtt brot úr bókinni 'Ekkert upphaf, engin endalok', eftir Jakusho Kwong Roshi". Í þessu broti talar Kwong-roshi meðal annars um orðatiltækið menmitsu no kafu, en þar segir hann:
Á meðan [Zen meistarinn Tatsugami] var [í heimsókn] á Tassajara, kynnti [hann] orðatiltækið menmitsu no kafu, sem ég hef minnst á áður. Þetta hugtak er mjög mikilvægt fyrir þau okkar sem iðkum að hætti Soto. Suzuki-Roshi sagði að menmitsu no kafu þýddi að 'vera varkár þegar maður gerir hlutina' og 'vera mjög nærgætinn'. Það gæti líka falið í sér að tileinka þér skapgerð, tjáningu, og dýpt kennara síns. Þann tíma sem Tatsugami var gestakennari á Tassajara gerði hann þetta orðtak lifandi ljóst." Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Djúpt Gassho.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |