Næstkomandi laugardag 26. október munum við halda leshring hjá Zen á Íslandi - Nátthaga, að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Í þetta sinn lesum við textann "Í zazen þar sem ekkert er að öðlast" eftir Issho Fujita í þýðingu Brynjars Shoshin. Issho Fujita er japanskur Zen prestur sem tók vígslu í Antai-ji hofinu þar sem Kodo Sawaki og Uchiyama Roshi voru ábótar á sínum tíma, en við höfum lesið mikið af textum þessara miklu kennara í gegnum árin. Fujita flutti til Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem hann var ábóti í Pioneer Valley Zendo, sem er systur hof Antai-ji í Bandaríkjunum. Á þessum tíma kenndi Fujita í mörgum háskólum og 2010 var hann gerður að stjórnanda Soto Zen International Center í San Francisco. Fujita er skemmtilegur kennari sem reynir að finna upp á nýjum og skemmtilegum leiðum til að dýpka hina einföldu iðkun zazen og shikantaza. Á myndinni sem fylgir, og tekin var í heimsókn Issho Fujita til Sonoma Zen Center, má m.a. sjá Helgu Kimyo-roshi, Nyoze Kwong, Issho Fujita fyrir miðju, Ástvald Zenki vinstra megin við hann og Jakusho Kwong-roshi kennara okkar hægra megin. En í textanum sem við lesum næsta laugardag fjallar Fujita um mikilvægi þess með hvaða viðhorfi við sitjum á púðanum og meðal annars: Væri ekki alveg í lagi að segja að gæði zazen séu í raun háð þessu viðhorfi sem við höfum jafnvel áður en við byrjum að iðka zazen? Hvað varðar raunverulega zazen iðkun okkar er útkoman nánast ákveðin áður en við 'stígum upp á sviðið.' Þegar við setjumst á púðann, með hvaða viðhorfi mætir þú zazen? Leynast ekki í huganum einhverjar væntingar um að þú munir fá eitthvað í skiptum fyrir iðkun zazen? Hve djúpur er skilningur þinn á að zazen er ekki leið til að ná einhverju? Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Djúpt Gassho.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |