• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Leshringur; Í zazen þar sem ekkert er að öðlast

24/10/2019

0 Comments

 
Næstkomandi laugardag 26. október munum við halda leshring hjá Zen á Íslandi - Nátthaga, að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Í þetta sinn lesum við textann "Í zazen þar sem ekkert er að öðlast" eftir Issho Fujita í þýðingu Brynjars Shoshin.

Issho Fujita er japanskur Zen prestur sem tók vígslu í Antai-ji hofinu þar sem Kodo Sawaki og Uchiyama Roshi voru ábótar á sínum tíma, en við höfum lesið mikið af textum þessara miklu kennara í gegnum árin. Fujita flutti til Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem hann var ábóti í Pioneer Valley Zendo, sem er systur hof Antai-ji í Bandaríkjunum. Á þessum tíma kenndi Fujita í mörgum háskólum og 2010 var hann gerður að stjórnanda Soto Zen International Center í San Francisco. Fujita er skemmtilegur kennari sem reynir að finna upp á nýjum og skemmtilegum leiðum til að dýpka hina einföldu iðkun zazen og shikantaza.
Picture
Á myndinni sem fylgir, og tekin var í heimsókn Issho Fujita til Sonoma Zen Center, má m.a. sjá Helgu Kimyo-roshi, Nyoze Kwong, Issho Fujita fyrir miðju, Ástvald Zenki vinstra megin við hann og Jakusho Kwong-roshi kennara okkar hægra megin. En í textanum sem við lesum næsta laugardag fjallar Fujita um mikilvægi þess með hvaða viðhorfi við sitjum á púðanum og meðal annars:
Væri ekki alveg í lagi að segja að gæði zazen séu í raun háð þessu viðhorfi sem við höfum jafnvel áður en við byrjum að iðka zazen? Hvað varðar raunverulega zazen iðkun okkar er útkoman nánast ákveðin áður en við 'stígum upp á sviðið.' Þegar við setjumst á púðann, með hvaða viðhorfi mætir þú zazen? Leynast ekki í huganum einhverjar væntingar um að þú munir fá eitthvað í skiptum fyrir iðkun zazen? Hve djúpur er skilningur þinn á að zazen er ekki leið til að ná einhverju?
​Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Djúpt Gassho.
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldra

    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð