Næstkomandi laugardag 3. september 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Hvert sem þú ferð..." að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Ástvaldur Zenki segir: "Ég velt því stundum fyrir mér hvernig standi á því að friður og jafnrétti sé svona mikil áskorun fyrir okkur mannfólkið? Hvað er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum lifað í sátt og samlyndi í friði og jafnrétti? Það er alla vegana ekki það að við skiljum ekki afleiðingar stríðs og ófriðar því afleiðingar stríðs eru augljósar.
Lífið okkar er alltaf hér og hvert sem við förum höfum við tækifæri til að velja. Erum við tilbúin til að velja frið og jafnrétti? Hefur þú hugrekki til að taka afdráttarlausa afstöðu með lífinu hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert? Iðkun vakandi athygli er gátt friðar og jafnréttis. Í slíkri iðkun öðlumst við dýpri skilningi á okkar eigin tilveru og getum séð okkur sjálf í skýrari ljósi. Hvernig við erum til og hvernig við erum órjúfanlegur hluti af öllu sem er. Hvernig okkar eigin hugsanamynstur valda okkur sjálfum og öðrum þjáningu. Mörg okkar hafa sett sér markmið um að gefa sjálfum sér meiri tíma. En oft endum við fyrr en varir sjálf neðst á verkefnalistanum og hlaupum frá verkefni til verkefnis og höfum áhyggjur af því að vera ekki nóg. Með því að sjá okkar eigin tilveru í skýrleika höfum við möguleika á því að breyta, leysa upp gömul og úr sér gengin hugsana- og hegðunarmynstur. Ert þú tilbúin til að velja lífið? Getur verið að stríðið sé nær en okkur grunar?" Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |