Næstkomandi laugardag 1. október 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Fjöllin bláu ganga án afláts" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Ástvaldur Zenki segir:
"Frá upphafi tímans hafa fjöllin gengið án afláts. Það er mikilvægt að þekkja vel göngulag fjallanna því það að þekkja göngulag fjallanna er að þekkja sitt eigið göngulag. Fjöllin vaka fjarskablá yfir fjörðum og dölum og eru, rétt eins og við mennirnir, á sífeldu iði. Ekki efast um göngu þeirra þó þau séu mikilfengleg og ímynd stöðugleikans og líti alls ekki út fyrir að vera að fara neitt sérstakt. Allt breytist stöðugt, það er eðli fjalla og manna." Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
May 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |