Hugleiðslunámskeiðið Andinn Sópar Hugann er ætlað jafnt byrjendum sem og iðkendum og meðlimum í Zen á Íslandi - Nátthaga. Námskeiðið mun byggja alfarið á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong Roshi, kennara okkar í Zen á Íslandi, en við munum lesa saman valda kafla úr hljóðbókinni í íslenskri þýðingu. Nálgun Kwong Roshi er mjög ítarleg og gaumgæfileg og snýr að öllum hliðum Zen iðkunar. Við höfum ekki áður lagst í eins djúpa skoðun á kennslu kennara okkar og því hvetjum við alla félaga og áhugasama til þess að nýta sér þetta tækifæri.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þau Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji, sem bæði hafa hlotið prestsvígslu hjá Jakusho Kwong-roshi, kennara Zen á Íslandi – Nátthaga, auk þess sem Ástvaldur Zenki gegnir stöðu aðstoðarkennara í Nátthaga. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. janúar 2017, kl. 17:30 - 19:00 Lengd: 4 vikur Tími: Mánudagar kl. 17.30 - 19.00 (lýkur 6. febrúar). Kennt er í aðsetri Zen á Íslandi á Grensásvegi 8, 4.hæð. Námskeiðið er öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum. Þátttökugjald er 15.000kr. en námskeiðið er ókeypis fyrir þá sem greiða árgjald í Nátthaga. Innifalið í þátttökugjaldi er dagleg iðkun á meðan á námskeiðinu stendur. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected].
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |