![]() Á laugardaginn kemur, 13. desember kl. 09:15, verður Kolbeinn Steinþórsson með fyrirlestur um Zen í aðsetri Zen á Íslandi að Grensásvegi 8, 4.hæð. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Hin þögla upplýsing" og mun Kolbeinn fjalla meðal annars um kínverska arfleifð Zen hefðarinnar og "hina þöglu upplýsingu", sem er lykilhugtak frá gullöld Zen hefðarinnar í Kína. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu á undan en hún hefst kl. 08:00. Að fyrirlestrinum loknum verður boðið upp á kaffisamsæti. Athugið að þessi viðburður er sá síðasti á önninni, en dagskrá hefst á ný miðvikudaginn 7. janúar. Í anda Zen, Nátthagi - Zen á Íslandi
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2021
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |