Næsta mánudag kl. 17:30 hefst sumariðkun Zen á Íslandi - Nátthaga að nýju, með því að við sitjum zazen alla mánudaga - fimmtudaga út ágúst. En þann 1. september hefst vetrariðkun og sitjum við þá alla daga nema sunnudaga. Þar að auki hefst þá haustdagskráin þar sem finna má vinnuiðkun, setudaga, námskeið, leshringi, ræður og Borgarsesshin. Zen iðkun er góð gjöf til sjálfs þíns og tækifæri til að staldra við og vera betur til staðar í annasömu hversdagslífi. Þegar maður lærir fyrst að sitja zazen þá getur maður ekki lært zazen til hlýtar, í heild sinni í einu höggi. Við byrjum því á að búta zazen niður í litla bita og fylgjum þeim í ákveðinni röð: að stjórna líkamanum (choshin), að stjórna andanum (chosoku) og svo að stjórna huganum (choshin). Í Eihei-koroku skrifaði Dogen: "Í zazen er mikilvægt að sitja í réttri líkamsstöðu. Næst skaltu stjórna andanum og svo róa þig niður." -Issho Fujita DAGLEG ZEN IÐKUN Í HAUST Mánudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta) Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín) Þriðjudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín) Miðvikudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín) Fimmtudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta) Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen & Heitin fjögur (40 mín) Föstudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín) Laugardaga kl. 08:00 - 09:40 Zazen (35 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (35 mín), Kyrjun (20 mín) Hlakka til að sjá ykkur sem mest. Djúpt gassho, -Alfred Chozetsu
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |