• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Gleðilegt nýtt ár!

8/1/2020

0 Comments

 
Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðburðarríkt ár sem nú er runnið sitt skeið. Dvöl mín í Toshoji og vígsla í Eiheiji og Sojiji setja svip sinn á liðið ár auk þess sem við erum nú komin í nýtt og glæsilegt húsnæði á Kletthálsi 1. Það má með sanni segja að við höfum haft byr undir báða vængi undanfarin ár og engin ástæða til að ætla annað á nýju ári.
Picture
​Kjarni starfsemi okkar er iðkun zazen. Það er djúp ósk mín að okkar sameiginlega iðkun sem sanga (samfélag iðkenda), okkar persónulega iðkun og uppljómun verði öllu lífi til blessunar og framdráttar. Okkar einlægu heit sem eiga sér djúpar rætur í visku og kærleika vekja hjá okkur skilning á því að það skiptir máli hvað við hugsum, segjum og gerum, hvernig við lifum og hverju við veitum athygli. Við skulum, í krafti okkar iðkunar, vera óhrædd við að stíga fram og leggja okkar lóð á vogarskálar jafnréttis, sáttar og friðar á jörðu.

Að koma saman í zazen hugleiðslu og leggja sína eigin þjáningu í faðm söngunnar er í raun magnað og miklu stærra og dýpra en mann skyldi gruna. Sanga er einn af fjársjóðunum þremur: Búdda, Darma og Sanga. Sangan er hornsteinn iðkunar okkar því án hennar er engin iðkun og engin uppljómun. Þegar við iðkum saman gefum við hvort öðru rými og tækifæri til að fara dýpra og sjá skýrar. Að veita öðrum tækifæri til að iðka á þennan hátt er ein besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum og öðrum.

Ég hlakka til að hitta ykkur og iðka með ykkur á nýju ári!

Í anda Zen,
Ástvaldur Zenki
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldra

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð