Það er okkur hjá Zen á Íslandi - Nátthaga mikill heiður að kynna Diane Musho Hamilton sem ræðumann okkar laugardaginn 27. október næstkomandi frá kl. 9:15 - 10:15. Diane ætlar að halda ræðu sína "Everything same, everything different." Diane Musho er margverðlaunaður sáttasemjari, leiðbeinandi, Zen kennari og rithöfundur. Hún hefur stundað hugleiðslu í yfir 30 ár og er hún ásamt eiginmanni sínum Michael Mugaku Zimmerman stofnandi Two Arrows Zen sem er Zen miðstöð í Utah, Bandaríkjunum. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
DIANE MUSHO HAMILTON - RITHÖFUNDUR Diane Musho skrifaði bókina Everything is Workable: A Zen Approach to Conflict Resolution árið 2013. En í þessari bók tekst Diane á við að leysa úr deilumálum á einstakan hátt. Hún blandar saman visku Zen iðkunar, nýja leið til andlegrar iðkunar (sem kynnt var af Ken Wilber í bók hans Integral Spirituality) ásamt sinni eigin reynslu sem sáttasemjari til þess að sýna hvernig líta megi á deilur á nýjan hátt: í raun sem andlega iðkun. Hún skrifaði síðan The Zen of You and Me: A Guide to Getting Along with Just About Anyone árið 2017. En í þeirri bók segir Diane að fólk sem fer í taugarnar á okkur geti í raun verið okkar bestu kennarar. Að það snúist ekki um að líta fram hjá ólíkindum okkar, eins og oft er kennt, heldur að skoða muninn okkar á milli af forvitni og samkennd því þessi munur veitir okkur leið til dýpri tengingar en ella. Að lokum má nefna að Diance Musho kom fram í bókinni The Hidden Lamp: Stories from Twenty-Five Centuries of Awakened Women, þar sem teknar eru saman sögur af hundrað búddískum konum frá tíma Búdda til dagsins í dag. Hlakka til að sjá ykkur öll laugardaginn 27. október. Athugið að dagskráin hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
1 Comment
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |