Laugardaginn 2. nóvember frá kl. 08:00 - 13:00 verður haldinn Dagur vakandi athygli hjá Zen á Íslandi - Nátthaga. Dagskráin hefst kl. 08:00 með tveimur zazen hugleiðslusetum og gönguhugleiðslu inn á milli. Svo tekur við morgunverður og leshringur. Við munum lesa textann "Að snúa útgeislun sinni innávið" úr bók kennara okkar Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Óskars Ingólfssonar. En þar segir meðal annars: Uppspretta án uppsprettu. Ástæðan fyrir því að það er kallað uppspretta án uppsprettu er sú að uppsprettan er okkar upprunalegi hugur, sem við erum hluti af. Það er ekki talað um "án uppsprettu" til að gefa því frumlegt nafn. Ef við segjum aðeins "uppspretta" virðist það vera eitthvað ákveðið og í framhaldi af því leitum við þessarar uppsprettu. Hvað er átt við þegar talað er um eitthvað "án uppsprettu?" Hvað er það? Við hvorki skiljum né getum skilgreint það á hlutlægan hátt eins og við erum vön, en í þeim heimi sem er "án uppsprettu" finnum við þann stað sem tilheyrir djúpu samadhi í zazen. Þegar við höfum lesið textann og rætt hann okkar á milli þá ljúkum við Degi vakandi athygli með því að hugleiða aftur tvisvar með gönguhugleiðslu inn á milli. Þegar við iðkum á Degi vakandi athygli leyfum við ljósi hinnar vakandi athygli að skína og iðkum af heilum hug. Vonumst til að sjá ykur sem flest.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |