Nú á laugardaginn 16. desember er síðasti iðkunardagur ársins og verður þá haldinn Dagur vakandi athygli. Dagurinn hefst að venju kl. 8:00 með hugleiðslu en svo tekur við bæði Oryoki morgunverður (við borð), Soji vinnuiðkun og leshringur. Við ljúkum svo deginum með setum og gönguhugleiðslu. Þegar við iðkum á Degi vakandi athygli leyfum við ljósi hinnar vakandi athygli að skína og iðkum af heilum hug. Að leshringnum undanskildum iðkum við í hljóði.
LESHRINGUR - WAKA LJÓÐ DOGENS Árni Björn Árnason mun leiða leshringinn þennan laugardag. En leshringurinn ber titilinn "Waka ljóð Dogens". Árni Björn ætlar að kynna fyrir okkur nokkur af waka ljóðum Dogens Zenji, með hliðsjón af lokaritgerð sinni frá japönskudeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber yfirskriftina „Svipur hins upprunalega“, en það er titillinn á þekktasta waka-ljóði Dogens, sem og helsta viðfangsefni ritgerðarinnar. Ritgerðina má finna hér í Skemmunni, rafrænu gagnasafni Háskóla Íslands. En ásamt því að vera fyrirtaks sýnishorn úr japanskri miðaldarljóðlist eru waka-ljóðin til vitnis um óvenjuleg tök Dogens á tungumálinu, en ólíkt prósaverkunum tjá þau djúpa sýn hans á veruleikann með fáum látlausum orðum. Árni Björn lauk námi í japönsku á nýliðnu vori, og hefur undanfarin ár lagt stund á zen búddisma undir handleiðslu Shohaku Okumura Roshi. ORYOKI - MORGUNMATUR AÐ HÆTTI ZEN Vinsamlega skráið ykkur til þáttöku fyrir hádegi á föstudag, með því að senda tölvupóst á [email protected], svo Tenzo geti gert viðeigandi ráðstafanir fyrir morgunmat.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |