Næsta laugardag, 21. mars mun Ástvaldur Zenki-sensei flytja fyrirlesturinn "Öldur aldanna" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Eins og þegar fyrirlestur er haldinn í húsakynnum okkar að Kletthálsi þá er fyrirlesturinn á laugardaginn öllum opinn og hefst hann stundvíslega kl. 10:00. Öldur aldanna eru allar hér. Á sama tíma og þær rísa og hníga er allt fullkomlega kyrrt. Zen hugleiðsla, eða Zazen, er iðkun sem byggir ekki á orðum eða hugmyndafræði heldur beinir iðkandinn athygli sinni að því sem er akkúrat núna án þess að vilja breyta neinu. Og Ástvaldur spyr: En hvernig fer maður handan orða og hugmynda og hversvegna ætti maður að gera það? Áður en fyrirlesturinn hefst á laugardaginn þá iðkum við hugleiðslu frá kl. 09:00. En í stað þess að sitja saman að Kletthálsi eins og venjan er þá situr hver heima hjá sér. Með þessu fyrirkomulagi sýnum við í verki samfélagslega ábyrgð og um leið stuðning hvert við annað á flóknum og erfiðum tímum.
"Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka." -Ástvaldur Zenki-sensei
9 Comments
Kristín Ísleifsdóttir
21/3/2020 09:58:45
Tek þátt
Reply
Nina
21/3/2020 09:59:24
Langar að vera með og upplifa
Reply
Nína
21/3/2020 10:04:35
Tilraun 2 langar að vera með
Reply
Lúðvík E. Gústafsson
21/3/2020 10:04:55
Hvernig getur maður fylgst með?
Reply
Hildur Karen Jónsdóttir
21/3/2020 10:05:02
Takk fyrir þetta boð.
Reply
Hildur Karen Jónsdóttir
21/3/2020 10:11:40
Ég sé hvergi að það sé verið að streyma fyrirlestrinum.
Reply
Sigrún Þorgeirsdóttir
21/3/2020 10:09:12
Næ ekki að tengjast 😊
Reply
Lúðvík E. Gústafsson
21/3/2020 10:16:21
Get fylgst með í snjallsímanum
Reply
Rósa
21/3/2020 10:22:43
Ég er ekki að finna útúr þessu :(
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |