![]() Næstkomandi laugardag 4. apríl, strax eftir hugleiðslu sem hefst kl. 09:00, munum við halda leshring hjá Zen á Íslandi - Nátthaga. Í þetta sinn verður leshringurinn, og hugleiðslan á undan, haldin með notkun fjarfunda-búnaðarins Zoom. Pálína Kaiin mun lesa þýðingu sína á kaflanum "Að uppgötva okkur sjálf eins og við erum" úr bókinni "Ekkert upphaf, engin endalok", eftir Jakusho Kwong Roshi. Í kaflanum segir Kwong-roshi: Ég misskildi svo stórkostlega hvað zen var að ég breytti sjálfum mér í einskonar ellilífeyrisþega. En sem sagt, þá ætlum við að byrja dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 09:00 en leshringurinn hefst svo strax í framhaldinu. Allir eru velkomnir að tengjast inn og sitja og lesa með okkur. Hlekk á fundinn verður dreift á Facebook hópinn "Iðkendur hjá Nátthaga" rétt fyrir kl. 09:00 á laugardagsmorgun. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Djúpt Gassho.
1 Comment
Kristín Ísleifsdóttir
3/4/2020 20:55:31
Sjáumst
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
November 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |