• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Ástvaldur Zenki
      • Helga Kimyo
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Afmæli Búdda 2018

5/4/2018

0 Comments

 
Næstkomandi laugardag, þann 7. apríl, höldum við upp á afmæli Búdda á Grensásveginum með fjölskyldu og vinum. Við höldum fallega athöfn í Zendóinu okkar kl. 10:30 þar sem við förum upp að altarinu og laugum Búdda vatni.  Athöfnin tekur um 30 mínútur.

Með athöfninni minnumst við fæðingu Búdda og bjóðum börnum okkar, fjölskyldu og vinum að taka þátt. Það er gott að geta leyft fjölskyldu og vinum að skyggnast inn í okkar iðkun og upplifa styrkinn og einlægnina sem einkennir okkar athafnir. Það væri líka sérstaklega gaman að sjá eldri iðkendur sem ekki hafa komið lengi.

​Eftir athöfnina höldum við afmælisveislu að hætti Tenzo.

--- Athugið að það er engin seta um morguninn. ---
​
Picture
Óvenjuleg fæðing
[Kafli úr bókinni Sagan af Siddarta prins - Búdda, boðbera friðar og kærleika eftir Jonathan Landaw í þýðingu Sigurðar Skúlasonar. Bókin er myndskreytt af Janet Brooke, en myndin sem fylgir þessum pósti er ein af hennar frábæru myndum.]

Endur fyrir löngu gerðist í litlu konungsríki á Norður-Indlandi atburður sem átti eftir að hafa áhrif í öllum heiminum. Maja drottning, eiginkona hins góða konungs Súddódana, lá sofandi og dreymdi yndislegan draum. Henni fannst að hún sæi skínandi bjart ljós á himninum sem lýsti niður til hennar og í miðju ljóshafinu birtist stórfenglegur fíll. Hann var mjallahvítur með sex stórar skögulgennur. Þessi fíll kom fljúgandi úr ljósinu, færðist nær og nær drottningunni og að lokum rann hann saman við líkama hennar. Maja drottning vaknaði og fann til meiri hamingju en hún hafði nokkru sinni upplifað áður.

Hún flýtti sér til konungsins og saman fóru þau á fund vitringanna við hirðina og spurðu þá hvað þessi furðulegi og dásamlegi draumur gæti táknað. Vitringarnir svöruðu: "Ó, yðar hátignir, þetta er óviðjafnanlegur draumur! Hann táknar það að drottningin muni fæða son og að prinsinn sá muni dag einn verða mikill maður. Þetta einstaka barn sem drottningin mun fæða verður ekki aðeins ykkur til gæfu, heldur gjörvöllum heiminum." Þegar konungur og drottning heyrðu þetta urðu þau yfir sig glöð. Einkum varð konungurinn glaður, því hann þráði að eignast son sem myndi erfa konungsríkið eftir hans dag. Og nú virtist ósk hans ætla að rætast.
Á þeim tíma ríkti sá siður, að þegar kona skyldi fæða barn hélt hún til föðurhúsa sinna. Og þegar stundin nálgaðist yfirgaf Maja drottning höllina ásamt mörgum vina sinna og þjónustufólki og lagði upp í ferð til æskustöðvanna.
Þau höfðu ekki ferðast lengi, þegar drottningin vildi nema staðar og hvíla sig. Hún vissi að barnið var um það bil að fæðast. Þau voru stödd í hinum fagra Lúmbíní-garði og þar leitaði drottningin að hentugum stað, þar sem hún gæti fætt barnið. Sagan segir að meira að segja dýr og jurtir, sem virtust einhvern veginn vita hvílíkt barn var að koma í heiminn, hafi viljað hjálpa til. Þarna var t.d. stórt tré sem beygði eina grein sína niður svo drottningin gæti náð taki á henni með hægri hendi. Þegar hún hafði þannig fengið stuðning ól hún son. Þjónustufólkið tók drenginn í fang sér og var furðu slegið yfir fegurð hans og friðsæld.

Á þessu sama andartaki fór tilfinning friðar og hamingju um gjörvallt landið. Fólk gleymdi vandamálum sínum, lagði niður deilur og fann til mikils kærleika og vináttu hvert til annars. Sumir sáu skyndilega regnboga á himninum og öðrum birtust fleiri óvenjulegar og fagrar sýnir.
Picture
Vitrir menn um allt konungsríkið tóku eftir þessum teiknum friðar og gleði og sögðu hver við annan í ákefð: "Einhver mikil gæfa hefur gerst. Sjáið öll þessi dásamlegu teikn! Þetta hlýtur að vera alveg einstakur dagur!"
Maja drottning, sem hafði enga hugmynd um, að sú gleði sem hún fann til vegna fæðingar sonar síns, hafði strax breiðst út um allt konungsríkið, tók barnið í fang sér og sneri aftur til konungshallarinnar. Þetta gerðist í byrjun fjórða mánaðar í Indlandi (maí-júní) og tunglið var að verða fullt.
​Það er þessi fæðing Búdda, sem búddistar halda upp á í byrjun apríl, og við ætlum að hittast og halda uppá núna á laugardaginn kemur.

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Í gassho,

​-Alfred Chozetsu
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldra

    June 2025
    April 2025
    March 2025
    February 2025
    January 2025
    December 2024
    November 2024
    September 2024
    June 2024
    May 2024
    April 2024
    December 2023
    November 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539

Tölvupóstfang: [email protected]
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Ástvaldur Zenki
      • Helga Kimyo
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
  • Lykilorð