Næsta laugardag 12. nóvember mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá kaflann "Að snúa ljóma ykkar innávið" úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi, í þýðingu Brynjars Shoshin. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum segir meðal annars:
"Það myndi varla trufla nokkuð ef ský tækju að birtast á himninum, rétt eins og það myndi varla trufla að ótal öldur birtust í hafinu. Einmitt þetta er lífsvirkni himins / hafs. Hið upphafslausa rými, hið takmarkalausa fagurbláa himinn / haf – tómið, með því á ég við ótakmarkaða, tæra, eðlilega vitund – meðtekur það allt fyrirhafnarlaust. Þetta er hugur ykkar, kjarni sjálfseðlis ykkar án takmarkanna, ekkert upphaf, enginn endir. Þetta er ljómi ykkar upprunalega huga." Djúpt Gassho.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |