![]() Laugardaginn 28. nóvember næstkomandi klukkan 09:15 mun Kolbeinn Steinþórsson halda fyrirlestur um Zen iðkun í aðsetri Zen á Íslandi - Nátthaga að Grensásvegi 8, fjórðu hæð. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Að vega salt", og mun Kolbeinn m.a. fjalla um það að finna jafnvægið milli tveggja andstæðra póla. Kolbeinn hefur verið iðkandi í Nátthaga til margra ára og starfar sem nálastungumaður og nuddari. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn! Aðgangur er ókeypis, og athugið að einnig er hægt að taka þátt í sitjandi og gangandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
April 2018
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8 108 Reykjavík |