LESHRINGUR LAUGARDAGINN 21. APRÍL.
"Að sitja í zazen og sleppa taki á hugsunum er formlaus iðrun." -Okumura-Roshi Meira... |
Zen á Íslandi - Nátthagi
Zen á Íslandi - Nátthagi er búddískt félag í hinni japönsku Sótó Zen hefð og markmið félagsins er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi. Kennari félagsins frá upphafi er Zen meistarinn Jakusho Kwong Roshi. Roshi kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur komið árlega til landsins til að leiðbeina nemendum sínum í Zen á Íslandi - Nátthaga.
TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR Iðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun og lengri námskeiðum í Zen iðkun.
Öllum er velkomið að taka þátt í starfi Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum, en þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í félagið. Aðsetur Nátthaga er á Grensásvegi 8, 4.hæð, 108 Reykjavík.
|
Dagleg iðkun
Smelltu hér til að skoða ítarlegri setudagskrá. Vinsamlegast athugið að dyrnar eru læstar þegar hugleiðsla hefst, nema á morgnana þegar iðkendur geta komið og farið við upphaf gangandi hugleiðslu (kl. 07:40) eða seinni hluta hugleiðslunnar (kl. 07:50).
|
Apríl og maí 2018Fimmtudagur 5. apríl
Fyrsta seta eftir vorfrí! Laugardagur 7. apríl AFMÆLI BÚDDA Laugardagur 14. apríl SAMU - VINNUIÐKUN Laugardagur 21. apríl LESHRINGUR Laugardagur 28. apríl ORYOKI MORGUNVERÐUR Laugardagur 5. maí RÆÐA; ÁSTVALDUR ZENKI Laugardagur 12. maí AÐALFUNDUR Miðvikudagur 16. maí - sunnudagsins 20. maí SESSHIN Í SKÁLHOLTI Smelltu hér til að skoða alla dagskrá Zen á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um komandi námskeið, ræður, leshringi og aðra atburði hjá félaginu í vetur. |
Nýjustu fréttirAð vakna til ófullkomleikans...
Á laugardaginn kemur þann 17. apríl 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum þá lesa saman kafla úr bókinni Living by Vow eftir Shohaku Okumura. Kaflinn heitir á íslensku "Að vakna til ófullkomleikans - Versið um iðrun" og fjallar um vers friðþægingarinnar: Meira... Afmæli Búdda 2018 Á laugardaginn 7. apríl höldum við upp á afmæli Búdda á Grensásveginum með fjölskyldu og vinum; förum upp að altarinu og laugum Búdda vatni. Með athöfninni minnumst við fæðingu Búdda og bjóðum börnum okkar, fjölskyldu og vinum að taka þátt. Það er gott að geta leyft fjölskyldu og vinum að skyggnast inn í okkar iðkun og upplifa styrkinn og einlægnina sem einkennir okkar athafnir. Það væri líka sérstaklega gaman að sjá eldri iðkendur sem ekki hafa komið lengi. Meira... Nánd og samanburður, mitt daglega líf Næsta laugardag, 17. mars frá kl. 09:15 - 10:15, mun Helga Kimyo flytja Dharma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskrift ræðunnar er "Nánd og samanburður, mitt daglega líf". Meira... Allar fréttir hér... Ef þú vilt fá tölvupóst með upplýsingum um hvað sé að gerast hverju sinni þá getur þú skráð þig á póstlistann okkar hér.
|