• Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Shikantaza

2/12/2014

0 Comments

 
Picture
Shikantaza er að iðka eða raungera tómið. Þótt hægt sé að öðlast óljósan skilning á tóminu með hugsun ætti skilningur þinn að byggja á reynslu. Ef til vill hefur þú eina hugmynd um tóm og aðra um verund. Þú sérð tómið og verundina fyrir þér sem andstæður, en í Búddisma vísa bæði þessi hugtök til verundarinnar. Það tóm sem við tölum um er ekki eins og þú gerir þér það í hugarlund. Fullan skilning á tóminu er hvorki að finna í hugsunum þínum né tilfinningu. Þess vegna iðkum við zazen.
- Úr Not Always So eftir Shunryu Suzuki-roshi, í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
0 Comments

SHIHO - Dharma Transmission

1/12/2014

0 Comments

 
Kæru félagar,

Hér eru myndir og útskýringar frá kennara okkar Kwong Roshi um sérstaka athöfn og ferli sem farið hefur fram á Sonoma Mountain Zen Center nýlega, sem er liður í því að sonur hans Nyoze Kwong öðlist stöðu kennara í Soto Zen hefðinni, og lýkur því ferli næsta vor í Japan. Einnig eru myndir frá tesiðaathöfn sem fór þar fram um svipað leyti.
"Dear Wisteria Wind Sangha:

The Ceremony took 7 days & we finished on through midnight into the dawn hours of Sunday 3:00 AM - Nov. 9th. The first day we were faced with an insurmountable amount of work in copying the three traditional Documents that were handed down by our Ancestors.  First, I didn't know if we could do it, but after we completed the Ketchimyaku - Blood lineage Documents from Suzuki-roshi all the way back to Buddha - meanining 92 generations I knew we could do it;  This was a victory!  There are 3 Documents altogether - Sammotsu. The Plum paper that we ordered from Japan is very rare here in the States. No one seems to be doing this anymore.  You can only purchase it through Soto Shu.  You only receive 3 Plum papers -  So No Miss-takes!  Copying all the Kanji is really another language for us; This is not our first language by far.....Esp. Nyoze who is left handed & has no training in Calligraphy.  He did it with his right hand that is copying all the 91 Buddha Names beginning with Shakyamuni Buddha.  A red circle is drawn - symbol of Emptiness - a line directly below is Buddha's name - Indian names - Chinese names - Japanese names - American & finally to Nyoze-Demian.  Verifying that he is the 92nd Successor of this GREAT LINEAGE which INCLUDES EVERYTHING..........This work is sealed with the Abbot's seal/ Place & date.  To finish Shinko irons the 8 foot long by 2 foot wide Plum Paper that is meticulously ironed & folded into approx. 6 " x 6 "   This is a larger form of your Ketchimyaku - only that this is all done by hand. This is accompanied with Calligraphy on a rice paper folder from the Abbot stating & stamped with a Three Treasure Seal of what this is...........In Spring of next year, we go to Japan when we do Zuisse @ the two head Zen Temples - Eiheiji, Dogen's & Sojiji, Keizan's Temple where we return our Gratitude & Respect for our Ancestors.  Nyoze becomes the Abbot for each Temple for one day & one night.  This is the completion of Shiho......... Hope this all fit on your computer!

In gratitude for your perseverance, commitment & support on this very mysterious path unfolding beneath our feet..........
Nine Bows - roshi"
Í Gassho
Mikhael Zentetsu
0 Comments

Thay er stöðugur en sefur meira

22/11/2014

0 Comments

 
Nýjustu fréttir af Thich Nhat Hanh herma að læknar séu mjög ánægðir og hissa á styrk hans núna þegar meðferð hans heldur áfram. Blóðþrýstingur hans og púls eru stöðug, hann andar sjálfur og verður friðsælli með hverjum deginum sem líður. En á síðustu dögum hefur Thay sofið meira og haft minni samskipti.

Með von um góðan bata frá Zen á Íslandi.
0 Comments

Leshringur, Iðkun tómsins

20/11/2014

0 Comments

 
Picture
Kæru félagar,

Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður fimmti og jafnframt síðasti leshringur haustannarinnar í Zen á Íslandi - Nátthaga.

Nú erum við að nálgast það að vera hálfnuð í samlestri okkar á kaflanum um Hjartasútruna í Living by Vow eftir Shohaku Okumura, en það ætti ekki að aftra neinum frá því að taka þátt þó hann hafi misst eitthvað úr. 

Í næsta hluta fjallar Okumura Roshi um iðkun tómsins - zazen iðkun, með því að vísa í rit Nagarjuna og Dogen Zenji og einnig út frá eigin reynslu. Við munum byrja á því að lesa saman úr kaflanum þar sem frá var horfið síðasta laugardag.

Í Gassho
Mikhael Zentetsu.

Textar:
Hljómur tómsins (tekið fyrir áður)
Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir áður)
Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir áður)
Frá báðum hliðum (tekið fyrir síðast)
Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir síðast)
Iðkun tómsins (tekið fyrir núna)

0 Comments

Ástand Thich Nhat Hanh stöðugt og bati sígandi

18/11/2014

0 Comments

 
Gefin hefur verið út fréttatilkynning þar sem segir meðal annars að Thich Nhat Hanh sé nú í stöðugu ástandi, eftir heilablóðfall í síðustu viku. Fréttatilkynningin segir einnig:

Fylgst er grant með Thay af mikilsvirtum taugasérfræðingum og hann fær nú bestu aðhlynningu sem völ er á. Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að ástand hans sé stöðugt og hann sýnir góðar, en hægar, framfarir, sem sé mikilvægt á þessum tímapunkti á bataferli hans. Svæðið þar sem blæðingin varð hefur ekki stækkað og öll lífsmörk séu innan eðlilegra marka.
Picture
Snemma á laugardaginn var, 15. nóvember, opnaði Thay augun í fyrsta sinn síðan hann varð fyrir áfallinu. Á þessum tíma var hann mjög meðvitaður og fylgdist vel með því sem fram fór í kringum hann. Hann lyfti hendinni og snerti þann sem næst honum var. Síðan hefur hann opnað augun nokkrum sinnum og samskiptabendingar hans eru orðnar skýrari, hann bæði kinkar kolli og hristir höfuðið.

Læknar fara þó varlega í allar yfirlýsingar en segjast frekar bjartsýnir. Þeir benda á að líðan Thay sé enn alvarleg og getur breyst með litlum fyrirvara.
0 Comments

Thich Nhat Hanh fékk heilablóðfall í gær, en fullur bati er mögulegur

13/11/2014

0 Comments

 
Picture
Thich Nhat Hanh
Í gær gaf Plum Village út yfirlýsingu þar sem segir að Thich Nhat Hanh hafi orðið fyrir alvarlegri heilablæðingu á þriðjudaginn var. Fréttir herma að hann sé enn á gjörgæslu en sé farinn að sýna full viðbrögð og er það talin góð vísbending um að fullur bati kunni að vera möguleiki.

Thich Nhat Hanh er víetnamískur Zen búddisti og munkur, kennari, rithöfundur og friðarsinni. Hann býr í Plum Village Monastery í Dordogne héraðinu í suður Frakklandi en ferðast mikið, heldur fyrirlestra og leiðir Zen hugleiðslur. Thich Nhat Hanh varð 88 ára í síðasta mánuði og heilsu hans hefur hrakað núna í haust.

Yfirlýsingin frá Plum Village biður iðkendur að senda orku lækningar til Thich Nhat Hanh, þar segir: "Við skulum öll, sama hvar í heimi við erum, leita hælis í iðkun okkar og senda þannig heilt fljót læknandi orku til Thay. Við erum öll hluti hins mikla Sangha sem Thay hefur tileinkað lífi sitt."

Lesið alla yfirlýsinguna á heimasíðu Plum Village.

Í Gassho,
Zen á Íslandi - Nátthagi.
0 Comments

Mountain Wind Október - Desember 2014

12/11/2014

0 Comments

 
Picture
Fréttabréf Sonoma Mountain Zen Center, Mountain Wind, er nú aðgengilegt á netinu. Í nýjasta tölublaðinu er að finna ræðu sem Kwong Roshi hélt í ágúst síðastliðnum. Fréttabréfið er líka komið hér inn á vefinn hjá okkur.
0 Comments

Frá báðum hliðum og Tómið

9/11/2014

0 Comments

 
Kæru félagar,

Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður fjórði leshringur vetrarins.

Við höldum áfram þar sem frá var horfið að lesa kaflann um Hjartasútruna úr  "Living by Vow," eftir Shohaku Okumura. Í þessum næsta hluta kaflans fjallar Okumura Roshi ma. um tómið í búddismanum út frá nokkuð fræðilegu sjónarmiði, og vísar hann þar í indverska meistarann Nagarjuna, einn merkasta kennara í sögu Mahayana hefðarinnar.

Sjáumst þá - og endilega mæta í hugleiðslu áður, sem hefst kl. 8:00.

Í Gassho
Mikhael Zentetsu.

Textar:
Hljómur tómsins (tekið fyrir áður)
Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir síðast)
Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir síðast)
Frá báðum hliðum (tekið fyrir núna)
Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir núna)
Iðkun tómsins (tekið fyrir síðar)
Picture
0 Comments

Sofa fjöllin? - ræða Ástvaldar Zenki

30/10/2014

0 Comments

 
Picture
Á laugardaginn kemur, 1.nóvember kl. 09:15 verður Ástvaldur Zenki Traustason með fyrirlestur um Zen. Ástvaldur Zenki er Zen prestur og gegnir stöðu aðstoðarkennara hjá Zen á Íslandi. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Sofa fjöllin?" 

Einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu á undan en hún hefst kl. 08:00.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í anda Zen,
Nátthagi - Zen á Íslandi
0 Comments

Opinberun Hjartasútrunnar - Hver er Avalokitesvara?

23/10/2014

0 Comments

 
Kæru félagar,

Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður þriðji leshringur vetrarins.

Við höldum áfram þar sem frá var horfið að lesa um Hjartasútruna úr  "Living by Vow," eftir Shohaku Okumura. Í þessum hluta kaflans fjallar Okumura Roshi um þær aðstæður þar sem Hjartasútran á sér stað, og um bodhisattvinn Avalokitesvara og innri merkingu hans.

"Orð Dagsins", sem við munum velta fyrir okkur áður en leshringurinn hefst, er sögnin "að sleppa", eins og hún kemur fyrir í iðkun okkar, eins og í orðalaginu "að sleppa hugsun." Við ætlum að skoða saman hvað það merkir "að sleppa" eða "gefa frá sér" fyrir hvert og eitt okkar.

Sjáumst heil.

Í Gassho
Mikhael Zentetsu.

Textar:
Hljómur tómsins (tekið fyrir síðast)
Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir núna)
Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir núna)
Frá báðum hliðum (tekið fyrir síðar)
Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir síðar)
Iðkun tómsins (tekið fyrir síðar)
Picture
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Eldra

    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8
108 Reykjavík

​Leiðbeiningar á ja.is
  • Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
✕