Shikantaza er að iðka eða raungera tómið. Þótt hægt sé að öðlast óljósan skilning á tóminu með hugsun ætti skilningur þinn að byggja á reynslu. Ef til vill hefur þú eina hugmynd um tóm og aðra um verund. Þú sérð tómið og verundina fyrir þér sem andstæður, en í Búddisma vísa bæði þessi hugtök til verundarinnar. Það tóm sem við tölum um er ekki eins og þú gerir þér það í hugarlund. Fullan skilning á tóminu er hvorki að finna í hugsunum þínum né tilfinningu. Þess vegna iðkum við zazen. - Úr Not Always So eftir Shunryu Suzuki-roshi, í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
0 Comments
Kæru félagar, Hér eru myndir og útskýringar frá kennara okkar Kwong Roshi um sérstaka athöfn og ferli sem farið hefur fram á Sonoma Mountain Zen Center nýlega, sem er liður í því að sonur hans Nyoze Kwong öðlist stöðu kennara í Soto Zen hefðinni, og lýkur því ferli næsta vor í Japan. Einnig eru myndir frá tesiðaathöfn sem fór þar fram um svipað leyti. "Dear Wisteria Wind Sangha: Í Gassho
Mikhael Zentetsu Nýjustu fréttir af Thich Nhat Hanh herma að læknar séu mjög ánægðir og hissa á styrk hans núna þegar meðferð hans heldur áfram. Blóðþrýstingur hans og púls eru stöðug, hann andar sjálfur og verður friðsælli með hverjum deginum sem líður. En á síðustu dögum hefur Thay sofið meira og haft minni samskipti.
Með von um góðan bata frá Zen á Íslandi. ![]() Kæru félagar, Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður fimmti og jafnframt síðasti leshringur haustannarinnar í Zen á Íslandi - Nátthaga. Nú erum við að nálgast það að vera hálfnuð í samlestri okkar á kaflanum um Hjartasútruna í Living by Vow eftir Shohaku Okumura, en það ætti ekki að aftra neinum frá því að taka þátt þó hann hafi misst eitthvað úr. Í næsta hluta fjallar Okumura Roshi um iðkun tómsins - zazen iðkun, með því að vísa í rit Nagarjuna og Dogen Zenji og einnig út frá eigin reynslu. Við munum byrja á því að lesa saman úr kaflanum þar sem frá var horfið síðasta laugardag. Í Gassho Mikhael Zentetsu. Textar: Hljómur tómsins (tekið fyrir áður) Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir áður) Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir áður) Frá báðum hliðum (tekið fyrir síðast) Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir síðast) Iðkun tómsins (tekið fyrir núna)
Snemma á laugardaginn var, 15. nóvember, opnaði Thay augun í fyrsta sinn síðan hann varð fyrir áfallinu. Á þessum tíma var hann mjög meðvitaður og fylgdist vel með því sem fram fór í kringum hann. Hann lyfti hendinni og snerti þann sem næst honum var. Síðan hefur hann opnað augun nokkrum sinnum og samskiptabendingar hans eru orðnar skýrari, hann bæði kinkar kolli og hristir höfuðið.
Læknar fara þó varlega í allar yfirlýsingar en segjast frekar bjartsýnir. Þeir benda á að líðan Thay sé enn alvarleg og getur breyst með litlum fyrirvara.
Fréttabréf Sonoma Mountain Zen Center, Mountain Wind, er nú aðgengilegt á netinu. Í nýjasta tölublaðinu er að finna ræðu sem Kwong Roshi hélt í ágúst síðastliðnum. Fréttabréfið er líka komið hér inn á vefinn hjá okkur.
|
Eldra
April 2018
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8 108 Reykjavík |