Við sitjum Rohatsu nk. föstudag, 6. desember. Við höldum upp á uppljómunardag Búdda með því að iðka saman zazen (og velkomið að standa upp og gera kinhin) frá kl. 21:00 til 01:00. Búdda sat undi bodhítrénu og hafði strengt þess heit að standa ekki upp fyrr en hann hefði leyst gátuna um lífið og dauðann. Þegar eldaði af degi sá Búdda morgunstjörnuna og morgunstjarnan sá hann. Uppljómun Búdda var djúp og byltingarkennd, hann sá hvernig allur alheimurinn rís samtímis, nákvæmlega hér og nú. Það opinberaðist fyrir honum að allt er innbyrgðis tengt, ekkert getur komið fyrir eitt nema að það komi fyrir allt. Allur alheimurinn í einu blómi. Þannig fyllir okkar iðkun út í allan alheiminn og hefur djúp og umbreytandi áhrif. Eins og gárur sem bylgjast um yfirborð vatns og fylla út í hvern krók og kima. Slík iðkun er besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér og öðrum. Við viljum hvetja alla iðkendur til að koma og upplifa Rohatsu með okkur. Stærsta gjöfin er að sitja saman í þögninni með athyglina á andardrættinum, tengja hug og hjarta í augnablikinu og upplifa þannig lífið sjálft - hér og nú! Ég hlakka til að hitta ykkur á föstudaginn. Gassho, Myoji Ino
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |