Shakuhachi flautuleikarinn Kiku Day verður á Íslandi um helgina og mun leika á shakuhachi flautu á eftir zazen hugleiðslu þann 14. september næstkomandi kl 9:40. Zazen hefst að venju klukkan 8:00 og svo verður þessi viðburður beint í kjölfarið. Um er að ræða stutta tónleika og kynningu á Jinashi Shakuhachi sem er náttúruleg japönsk bambusflauta þar sem lítið hefur verið átt við innra byrðið. Kiku Day hefur lært í sérstakri zen shakuhachi hefð en hefur einnig spilað á shakuachi flautu í nútíma- og spunatónlist og hefur hún frumflutt verk eftir fjölmörg nútímatónskáld þ.á.m. Frank Denyer. Hún bjó í Japan til 5 ára aldurs en ólst síðan upp í Danmörku en hefur búið víðs vegar um heiminn, til dæmis í Norður og mið-Ameríku. Hún er doktor í þjóðtónlistarfræðum (Ethnomusicology). Hún er einn af stofnmeðlimum European Shakuhachi Society (ESS) og var formaður þess í 10 ár eða frá 2009 - 2019. Í þeirri gerð af shakuhachi leik sem hún hefur einbeitt sér að eða honkyoku, tengist tónlistarflutningur og hugleiðsla djúpum böndum. Í spjalli mun hún útskýra þetta nánar og segja frá þessari hefð og leika tóndæmi ýmis konar. Um Kiku Day: http://www.kikuday.com/ Um komuso eða Shakuhachi flökkumunka: https://www.komuso.com/top/komuso_history.pl Öll eru velkomin
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |