Kæri lesandi, Markmið Zen á Íslandi - Nátthaga er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen Búddisma á Íslandi. Í Nátthaga er því haldið úti öflugri dagskrá allan ársins hring sem samanstendur af sitjandi hugleiðslu (zazen) fimm daga vikunnar ásamt ýmissi annarri fræðslu og viðburðum. En félagið gæti ekki haldið úti slíkri dagskrá ef ekki kæmi til sjálfboðavinna meðlima félagsins og styrkir velunnara og ríkisins til félagsins. Teljir þú starfsemi Zen á Íslandi þýðingarmikla þá er okkur mikill styrkur í að þú skráir þig í trúfélagið. Ef þú ert þegar skráður þá þökkum við stuðninginn og vonum að þú verðir félagi áfram. Viljir þú gerast félagi er auðvelt að breyta trúfélagsskráningu sinni (sjá leiðbeiningar á heimsíðu okkar). Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2025 þarf að breyta skráningunni fyrir sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum. Með fyrirfram þökk og fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga, Ástvaldur Zenki Traustason Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga Alfred Chozetsu Þórðarson Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga
0 Comments
Fimm nemendur tóku Jukai laugardainn 23. nóvember síðastliðinn. Með því tóku þeir lífsgildin sem sín grunngildi í lífinu, og þar með skýra afstöðu með lífinu og gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti.
|
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |