0 Comments
Vorsesshin Zen á Íslandi - Nátthaga verður haldið á Eirð við Gíslholtsvatn dagana 21-25. maí 2025.
Sesshin er nokkurra daga samfelld hugleiðsluiðkun og þýðir „að snerta hug og hjarta“ sem vísar til þess að á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Iðkun fer fram í þögn og með vakandi athygli, þannig gefum við hvert öðru rými og einbeitum okkur að hinni einu stund. Dagskráin hjálpar iðkendum að gefa sig fyllilega að því sem á vegi þeirra verður hverju sinni, í hugleiðslusetum, gönguhugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun og sameiginlegum máltíðum (oryoki). Þátttakendum gefst líka tími til hvíldar á milli dagskrárliða. Almennt þáttökugjald er 59.000 kr. en 49.000 kr. fyrir iðkendur sem greiða félagsgjald/árgjald. Skráning fer fram með tölvupósti á [email protected] |
Eldra
June 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |