Kennari félagsins er Ástvaldur Zenki. Zenki, eins og hann er jafnan kallaður, hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998. Zenki hefur allar götur síðan verið virkur iðkandi í Zen á Íslandi - Nátthaga og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr.
Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og í kjölfarið hlaut hann vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð. Árið 2018 hlaut Zenki svo dharma transmission frá Kwong Roshi. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. |
Zen á Íslandi | Ástvaldur Zenki |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |