• Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Sérhvert okkar er fullbúið

21/10/2014

0 Comments

 
Picture
Þegar Dogen-zenji skrifaði í Genjo Koan að sérhvert okkar væri fullbúið, að enga veru skorti á eigin fullkomleika, að hvar sem hún stæði mistækist henni ekki að hylja jörðina, tjáði hann það Dharma lögmál að við erum nú þegar full af lífi og gædd því lífi sem fyllir okkur. Þetta líf felur í sér allt sem við þurfum, nákvæmlega hér og nú. Rætur okkar liggja nú þegar í þeim mikilfenglega friði eða kyrrð sem ég hef verið að ræða um; þetta er okkar upprunalega eðli, Búdda eðlið, handan allra aðstæðna eða ástands sem kann að rísa.
- Jakusho Kwong–roshi, "No Beginning, No End".
  í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
0 Comments

Oryoki leiðbeining, Gyða Myoji

13/10/2014

0 Comments

 
Picture
Í lok þessarar viku verður haldið Haustsesshin Zen á Íslandi - Nátthaga. Hluti af Sesshin eru Oryoki málsverðir en miklar hefðir fylgja þessum japönsku málsverðum. Á mánudagsetirmiðdag, á meðan zazen fer fram, mun Gyða Myoji vera með leiðbeiningu fyrir þáttakendur sem eru að taka þátt í fyrsta sinn.
Oryoki með Zen á Íslandi - Nátthaga fer nokkurnveginn fram eins og sýnt er á myndbandinu hér að neðan. Samt ekki alveg og viljum við því bjóða þáttakendum á leiðbeiningu Gyðu:
0 Comments

Að vera tíminn - haustsesshin Nátthaga

11/10/2014

0 Comments

 
Picture
Í næstu viku, frá 15. til 18. október 2014, fer fram haustsesshin Nátthaga í aðsetri okkar á Grensásvegi 8, og hefur það yfirskriftina Að vera tíminn. Í þessu sesshin munum við iðka saman í setusalnum á morgnana og kvöldin og leitast við að flytja iðkun okkar inn í hið daglega líf þess á milli.
Æskilegt væri að Þáttakendur skiptu ekki laugardeginum niður og héldu kyrru fyrir í Nátthaga þann tíma. Að öðru leiti er hægt að taka þátt eftir aðstæðum hvers og eins en gera grein fyrir því fyrirfram.
Dagskráin á sesshin er sem hér segir:

Miðvikudagur kl. 19:30 - 21:00
Fimmtudagur kl. 07:00 - 08:30 og kl. 17:00 - 20:45 
Föstudagur kl. 07:00 - 08:30 og kl. 17:00 - 20:45
Laugardagur kl. 07:00 - 17:00
Við hvetjum alla til þess að taka þátt í sesshin. Hægt er að taka þátt eftir aðstæðum hvers og eins með því að gera grein fyrir því fyrirfram. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar með því að senda póst á zen@zen.is eða með því að skrá nafn ykkar á korktöfluna á Grensásveginum.
Sjá nánar á síðu Haustsesshin Nátthaga 2014.
Í anda Zen,
Mikhael Zentetsu
0 Comments

Hugirnir þrír

8/10/2014

0 Comments

 
Picture
Næsta laugardag, eftir morgunsetu, verður annar leshringur vetrarins. Andri fannar mun lesa um hugina þrjá. Einnig verður tekið fyrir orð dagsins og má gera ráð fyrir líflegum og skemmtilegum umræðum.

Textar:
Hugirnir þrír
0 Comments

Að vera það sem við erum, þar sem við erum

4/10/2014

0 Comments

 
Á laugardaginn kemur, 4.október kl. 09:15, verður Helga Kimyo Jóakimsdóttir með ræðu um Zen sem ber yfirskriftina Að vera það sem við erum, þar sem við erum.  

Að venju hefst dagskrá laugardagsins með hugleiðslu kl.08:00. Fyrirlestrargestir eru einnig velkomnir í hugleiðsluna.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í anda Zen,
Nátthagi - Zen á Íslandi
Picture
0 Comments

"Fórnir Óðins"

29/9/2014

0 Comments

 
Picture
Fimmtudaginn 2.október nk. verður áhugavert erindi flutt í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl.15:00, og ber það heitið "Fórnir Óðins". Þetta er spennandi efni, og verður ma. fjallað um tengsl fórna Óðins við sjamanisma og búddadóm.

Sjá nánar hér á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands.
0 Comments

Að tína upp rusl

29/9/2014

0 Comments

 
Eitt mikilvægasta starfið í Zen hofi eða klaustri er að tína upp rusl. Við verðum að skilja, að þegar við tínum upp rusl, erum við um leið að tína upp ruslið í huga okkar. Að tala um hið innra og hið ytra eru tvær leiðir til að lýsa sama hlutnum. Tvíhyggja okkar og hugsanir eru einskonar rusl í huganum, og þegar við tínum upp eina gerð af rusli, erum við að tína upp báðar, á nákvæmlega sama hátt. Skiljið þið? Svona er samu, sem þýðir "vinnu-iðkun", og svona er vinna okkar. Þegar við tínum upp rusl, tínum við það upp eitthundrað prósent. Þetta er eins og þegar elding leiftrar á himninum - ekkert verður eftir. Þegar gjörðir okkar eru þannig hafa þær áhrif á annað fólk. Ef við erum annars hugar meðan við tínum upp rusl erum við aðeins að auka á draslið. Þess vegna gefum við okkur eitthundrað prósent að því að tína upp rusl, sem og öllum öðrum gjörðum okkar.
Picture
- Jakusho Kwong-roshi, úr bókinn "No Beginning, No End" í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
0 Comments

Aðalfundur Zen á Íslandi - Nátthaga

25/9/2014

0 Comments

 
Haldinn í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 8, 104 Reykjavík laugardaginn 27.sept. kl 10:00
Picture
Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera
3. Kostning stjórnar
4. Önnur mál

0 Comments

Fyrsti leshringur vetrarins

17/9/2014

0 Comments

 
Picture
Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður fyrsti leshringur vetrarins.

Nú er komið að því að skoða eina helstu ritningu Búddadómsins, sjálfa Hjartasútruna. Umfjöllunin sem við munum skoða er fengin úr "Living by Vow," bók eftir Zen meistarann, fræðimanninn og þýðandann Shohaku Okumura, sem skýrir alla helstu texta sem við kyrjum í Soto Zen hefðinni.

Bryddað verður upp á nýjung í leshringjunum í vetur, "Orði dagsins". Við skoðum saman hugtök úr hefð okkar og veltum fyrir okkur merkingunni á bak við orðin. Á laugardaginn munum við velta fyrir okkur hugtökunum "hugur og hjarta", en í búddísku hefðinni hafa þessi tvö hugtök verið tjáð með einu og sama orðinu, sbr. chitta (úr sanskrít) og shin (kínverska) eða kokoro (japanska). Við munum skoða hvaða merkingu við leggjum í þessi hugtök og hvernig þau eiga við líf okkar og iðkun.

Umfjöllun Okumura um Hjartasútruna er mjög viðamikil og verður til umfjöllunar hjá okkur yfir alla haustönnina. Fyrsti hluti textans er í þýðingu Mikhaels Zentetsu og verður hægt að nálgast hann á Grensásveginum. 

Komið og takið þátt alveg frá upphafi!

Textar:
Hljómur tómsins (tekið fyrir núna)
Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir síðar)
Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir síðar)
Frá báðum hliðum (tekið fyrir síðar)
Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir síðar)
Iðkun tómsins (tekið fyrir síðar)

0 Comments

"Gamall hundur" - Mikhael Zentetsu

4/9/2014

0 Comments

 
Picture
Mikhael Zentetsu mun flytja stutta hugvekju um Búddismann á laugardaginn kl. 09:15 í aðsetri Zen á Íslandi að Grensásvegi 8. Hugvekjan ber titilinn „Gamall hundur“ og mun fjalla m.a. um ljóð eftir tíbetska 19. aldar meistarann Dza Patrul Rinpoche.

Allir eru velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Zazen (sitjandi hugleiðsla) hefst kl. 08.00

0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Eldra

    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8
108 Reykjavík

​Leiðbeiningar á ja.is
  • Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
✕