• Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Heimilislaus maður kennir Zen, seinni hluti

21/10/2015

0 Comments

 
Laugardaginn 24. október kl. 10:15 - 11:15 fer fram seinni hluti leshringsins "Heimilislaus maður kennir Zen", þar sem við lesum saman þýðingu Andra Fannars Ottóssonar á völdum köflum úr bókinni "The Zen Teaching of Homeless Kodo", eftir þrjá "ættliði" kennara í Sótó Zen hefðinni, þá (í tímaröð) Kodo Sawaki, Kosho Uchiyama og Shohaku Okumura. Kodo Sawaki var einn frægasti kennari Sótó hefðarinnar í Japan á síðustu öld, og nemandi hans Kosho Uchiyama er vel þekktur á Vesturlöndum fyrir bækur sínar um Zen, sem nemendur hans hafa þýtt yfir á ensku, meðal annarra Shohaku Okumura, sem er mikilvirkur þýðandi, fræðimaður og Zen kennari sem býr og starfar í Bloomington í Indiana-fylki.

Fyrri hluti leshringsins fór fram síðastliðinn laugardag við góðan orðstír. Allir eru velkomnir á seinni hlutann!
0 Comments

Leshringur á laugardaginn: Heimilislaus maður kennir Zen

15/10/2015

0 Comments

 
Laugardaginn 17. október næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram sá fyrri af tveimur leshringum í Nátthaga í október, þegar Andri Fannar Ottósson mun deila með okkur þýðingu sinni á völdum köflum úr nýútgefinni bók um Zen kennslu Kodo Sawaki, en bókin ber heitið The Zen Teaching of Homeless Kodo, og inniheldur stuttar hugvekjur þessa fræga kennara auk skýringatexta frá nemanda hans Kosho Uchiyama annars vegar og Zen kennaranum og fræðimanninum Shohaku Okumura hins vegar. Sawaki fer um víðan völl í hugrenningum sínum og veltir fyrir sér þá vegferð sem maðurinn er á og hina ýmsu vanda sem steðja að samfélagi nútímans.

Allir eru velkomnir á leshringinn, en síðari hluti mun fara fram laugardaginn 24. október.
0 Comments

Fyrirlestur um Zen: Mikhael Zentetsu

8/10/2015

0 Comments

 
Picture

Laugardaginn 10. október næstkomandi kl. 09:15 - 10:15 mun Mikhael Zentetsu halda fyrirlestur um Zen iðkun.

Mikhael Zentetsu var vígður sem Zen prestur af Jakusho Kwong Roshi í júlí árið 2011. Hann hefur undanfarið stundað nám í 
Feldenkrais aðferðinni. 

​Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og aðgangur er ókeypis. Einnig er hægt að koma í hugleiðslu sem hefst kl. 08:00. 

0 Comments

Chuck Tensan Ramey; fyrirlestur um Zen

23/9/2015

0 Comments

 
Chuck Tensan Ramey
Laugardaginn 26. september næstkomandi kl. 09:15 - 10:15 bjóðum við velkominn sérstakan gestafyrirlesara í Zen á Íslandi - Nátthaga.

Chuck Tensan Ramey er nemandi Kwong Roshi til margra ára og hlaut nýlega prestvígslu við Sonoma Mountain Zen Center. Chuck býr í Oregon-fylki og starfar þar sem aðstoðarmaður dómara. 

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn. Athugið að aðgangur á fyrirlestra í almennri dagskrá Nátthaga er ávallt ókeypis.

Einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu sem hefst kl. 08:00.
0 Comments

Að skilja hugann - seinni hluti

17/9/2015

0 Comments

 
Laugardaginn 19. september næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram seinni hluti leshringsins sem hófst síðasta laugardag, og ber hann heitið "Að skilja hugann". 

Við lesum áfram þýðingu Guðmundar Steins á ljóðinu "Understanding the Mind" eftir víetnamska Zen meistarann Thich Nhat Hanh. Skemmtilegar umræður spunnust um textann síðasta laugardag.

Leshringurinn er öllum opinn.
0 Comments

Að skilja hugann

10/9/2015

0 Comments

 
Laugardaginn 12. september næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram fyrsti leshringur vetrarins í Zen á Íslandi - Nátthaga. 

Guðmundur Steinn Gunnarsson mun þá kynna fyrir okkur þýðingu sína á ljóðinu "Understanding the Mind" eftir víetnamska Zen meistarann Thich Nhat Hanh. 

Þetta er í fyrsta skipti sem við lesum saman texta eftir þennan merka kennara, en seinni hluti leshringsins verður haldinn laugardaginn 19. september. 
0 Comments

Lífið er hverfult

2/9/2015

0 Comments

 
Picture
Laugardaginn 5. september næstkomandi kl 09:15 mun Gyða Myoji halda ræðu í Zen á Íslandi - Nátthaga með yfirskriftinni "Lífið er hverfult". Aðsetur Zen á Íslandi - Nátthaga er að Grensásvegi 8, 4.hæð.

Gyða Myoji er nemandi Kwong Roshi til margra ára og var nýlega vígð sem Zen prestur á Sonoma Mountain Zen setrinu í Kaliforníu, en í sumar gegndi hún leiðandi hlutverki á mánaðarlöngu hugleiðslutímabili við setrið. 

Myoji er lýðheilsufræðingur að mennt og starfar sem fyrirlesari og kennari á sviði núvitundar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 

Athugið að einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu sem hefst kl. 08:00.

0 Comments

Myndasýning frá Japansferð

1/9/2015

0 Comments

 
Fimmtudaginn 3. september næstkomandi kl. 19:30 verður myndasýning með myndum frá Japansferðinni í júní þar sem Helga Kimyo og Ástvaldur Zenki slógust í för með þeim Kwong Roshi, Nyoze Kwong, og mörgum öðrum.

Heimsóttu þau meðal annars Eiheiji klaustrið og marga aðra merka staði og voru viðstödd athafnir sem hafa mikla þýðingu fyrir framtíðina.

Zenki og Kimyo munu segja okkur frá þessari miklu ferð og einnig sýna okkur myndir frá dvöl sinni á Sonoma Mountain Zen Center í sumar.

Allir eru velkomnir.


Athugið einnig, að dagskrá haustannarinnar hefur verið sett á vefinn! Sjá HÉR
 
0 Comments

Haustönn 2015

9/8/2015

0 Comments

 
Picture
Haustönn Zen á Íslandi - Nátthaga hefst á ný eftir sumarhlé fimmtudagskvöldið 13. ágúst kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu í aðsetri Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð.
 
Framundan á haustönninni eru margir spennandi viðburðir, m.a. námskeið í sitjandi hugleiðslu sem byggir á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong, kennara Nátthaga, í september og október. 

Nánari upplýsingar um haustönnina munu birtast hér á síðunni á næstu dögum. 

0 Comments

Sumarfrí Nátthaga

15/7/2015

0 Comments

 
Sumarhlé á dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga hefst frá og með laugardeginum 27. júní. Föstudagurinn 26. júní er því síðasti iðkunardagur fyrir sumarhlé. Almenn dagskrá hefst á ný fimmtudagskvöldið 13. ágúst með sitjandi hugleiðslu kl. 19:30. Öllum iðkendum, meðlimum og velunnurum Zen á Íslandi - Nátthaga er þakkað kærlega fyrir veturinn. Njótum sumarsins!
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Eldra

    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8
108 Reykjavík

​Leiðbeiningar á ja.is
  • Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
✕