• Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Sesshin í Skálholti / Allt sem á vegi þínum verður

18/4/2018

0 Comments

 
Picture
SKRÁNING ER HAFIN
Árleg Sesshin hugleiðsluhelgi Zen á Íslandi - Nátthaga fer fram í Skálholti miðvikudaginn 16. maí - sunnudagsins 20. maí 2018. Skráning er hafin á zen@zen.is eða á skráningablaði sem liggur frammi á Grensásvegi. Einnig er hægt að smella á hnappinn hér:
Smelltu hér til að skrá þig á Sesshin 2018
Picture
HVAÐ ER SESSHIN?
Sesshin er nokkurra daga samfelld hópiðkun. Við hjá Zen á Íslandi höldum Sesshin einu sinni á ári, að vori til, og förum þá upp í Skálholt þar sem við gistum og iðkum í fjóra daga.

Sesshin merkir bókstaflega "að snerta hug og hjarta", sem getur vísað til þess að í hugleiðslu á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Öll iðkun á Sesshin fer venjulega fram í þögn og með vakandi athygli, þannig truflum við ekki aðra iðkendur og einbeitum okkur að hinni einu stund.
​
Á Sesshin hefst dagurinn kl. 04:45 og er setin zazen hugleiðsla nokkrum sinnum yfir daginn, í 30 mínútur í senn. Á dagskráinni eru einnig gönguhugleiðslur, kyrjanir, vinnuiðkanir, einkaviðtöl við kennara, ræður og annað fræðsluefni ásamt hvíldar- og matartímum. En deginum lýkur kl. 21:00 á kvöldin. Dagskráin hljómar kannski erfiðari en hún er og eiga iðkendur sem hafa komið í sitjandi hugleiðslu hjá Zen á Íslandi venjulega ekki í vandræðum með Sesshin.
Picture
FRÆÐSLUSESSHIN 2018
Sesshin í ár verður með samabærilegu sniði og í fyrra, svokallað fræðslusesshin. En þá er um meiri fræðslu og samskipti milli nemenda að ræða, en á hefðbundnu Sesshin. Fræðslusesshin Zen á Íslandi er í anda "Genzo-e" námskeiðanna sem Soto Zen meistarar á borð við Nishiari Bokusan, Oka Sotan og Ian Kishizawa gerðu vinsæl snemma á 20. öldinni í Japan.
​
Í ár munum við flétta fræðslu og rannsóknir á texta Shohaku Okumura um matmálssútrurnar saman við hina sitjandi hugleiðslu og aðra formlega iðkun. Þegar við neytum matar á Sesshin þá er það gert með hinni japönsku Oryoki aðferð. En það er hluti af þessari aðferð að fara með matmálssútrurnar, sem við ætlum að fræðast um í þetta sinn. Við köllum þetta Sesshin "Allt sem á vegi þínum verður".
Picture
ORYOKI MÁLTÍÐ ER IÐKUN MILLIVEGARINS
Þýski nítjándu aldar heimspekingurinn Ludwig Feuerbach sagði eitt sinn, "Við erum það sem við borðum." Reyndar erum við ekki bara það sem við borðum, heldur líka það sem við sjáum, heyrum, hugsum og gerum. Jijuyu zanmai - það samadhi sem tekur á móti eigin sjálfi og beitir eigin sjálfi - er þegar við meðtökum allt sem á veginum verður eins og það er í sjálfu sér, og tökum á móti öllum hlutum og verum sem okkar eigið sjálf. Mikilvægasta kennsla Dogens Zenji er að meðtaka þennan líkama og hug og öllu sem við mætum sem lífinu okkar. Þá verður sjálfið og allur dharmaheimurinn einn óaðgreinanlegur veruleiki. Við skulum meðtaka og nota allt sem á vegi okkar verður sem samadhi. Lífið allt er samadhi. Þetta þýðir að hver einasta athöfn hins daglega lífs verður birtingarmynd zazen iðkunar okkar.
 Smelltu hér til að skrá þig á Sesshin 2018
ERTU MEÐ SPURNINGU?
Ef þú ert með einhverja spurningu þá endilega sendu póst á zen@zen.is.
0 Comments

Að vakna til ófullkomleikans - Versið um iðrun

17/4/2018

0 Comments

 
Á laugardaginn kemur þann 17. apríl 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum þá lesa saman kafla úr bókinni Living by Vow eftir Shohaku Okumura, í þýðingu Mikhael Zentetsu. En áður hefur Mikhael þýtt og við lesið alla aðra kafla úr þessari bók að undanskildum kaflanum um máltíðarsútruna.

Kaflinn sem við lesum nú heitir "Að vakna til ófullkomleikans - versið um iðrun". Þessi kafli fjallar um vers friðþægingarinnar, sem við kyrjum meðal annars í iðrunarathöfninni á nýju ári. En einnig er farið með versið þegar við tökum við lífsgildunum sextán í Jukai athöfn, en þá byrjum við á að iðrast gjörða okkar með því að fara með þetta vers. Slík iðrun er einskonar núllstilling, því karmað fylgir okkur alltaf áfram.

Hjá Zen á Íslandi – Nátthaga hefur þetta vers áður verið snúið yfir á íslensku á neðangreindan hátt, en á laugardaginn munum við ræða hvernig þýðingin er upp úr Living by Vow:
Allt það karma sem frá fornu fari
af endalausri græðgi, reiði og óvisku ég hef skapað
getið af líkama, munni og hugsun
nú bæti ég fyrir það allt!
Picture
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments

Afmæli Búdda 2018

5/4/2018

0 Comments

 
Næstkomandi laugardag, þann 7. apríl, höldum við upp á afmæli Búdda á Grensásveginum með fjölskyldu og vinum. Við höldum fallega athöfn í Zendóinu okkar kl. 10:30 þar sem við förum upp að altarinu og laugum Búdda vatni.  Athöfnin tekur um 30 mínútur.

Með athöfninni minnumst við fæðingu Búdda og bjóðum börnum okkar, fjölskyldu og vinum að taka þátt. Það er gott að geta leyft fjölskyldu og vinum að skyggnast inn í okkar iðkun og upplifa styrkinn og einlægnina sem einkennir okkar athafnir. Það væri líka sérstaklega gaman að sjá eldri iðkendur sem ekki hafa komið lengi.

​Eftir athöfnina höldum við afmælisveislu að hætti Tenzo.

--- Athugið að það er engin seta um morguninn. ---
​
Picture
Óvenjuleg fæðing
[Kafli úr bókinni Sagan af Siddarta prins - Búdda, boðbera friðar og kærleika eftir Jonathan Landaw í þýðingu Sigurðar Skúlasonar. Bókin er myndskreytt af Janet Brooke, en myndin sem fylgir þessum pósti er ein af hennar frábæru myndum.]

Endur fyrir löngu gerðist í litlu konungsríki á Norður-Indlandi atburður sem átti eftir að hafa áhrif í öllum heiminum. Maja drottning, eiginkona hins góða konungs Súddódana, lá sofandi og dreymdi yndislegan draum. Henni fannst að hún sæi skínandi bjart ljós á himninum sem lýsti niður til hennar og í miðju ljóshafinu birtist stórfenglegur fíll. Hann var mjallahvítur með sex stórar skögulgennur. Þessi fíll kom fljúgandi úr ljósinu, færðist nær og nær drottningunni og að lokum rann hann saman við líkama hennar. Maja drottning vaknaði og fann til meiri hamingju en hún hafði nokkru sinni upplifað áður.

Hún flýtti sér til konungsins og saman fóru þau á fund vitringanna við hirðina og spurðu þá hvað þessi furðulegi og dásamlegi draumur gæti táknað. Vitringarnir svöruðu: "Ó, yðar hátignir, þetta er óviðjafnanlegur draumur! Hann táknar það að drottningin muni fæða son og að prinsinn sá muni dag einn verða mikill maður. Þetta einstaka barn sem drottningin mun fæða verður ekki aðeins ykkur til gæfu, heldur gjörvöllum heiminum." Þegar konungur og drottning heyrðu þetta urðu þau yfir sig glöð. Einkum varð konungurinn glaður, því hann þráði að eignast son sem myndi erfa konungsríkið eftir hans dag. Og nú virtist ósk hans ætla að rætast.
Á þeim tíma ríkti sá siður, að þegar kona skyldi fæða barn hélt hún til föðurhúsa sinna. Og þegar stundin nálgaðist yfirgaf Maja drottning höllina ásamt mörgum vina sinna og þjónustufólki og lagði upp í ferð til æskustöðvanna.
Þau höfðu ekki ferðast lengi, þegar drottningin vildi nema staðar og hvíla sig. Hún vissi að barnið var um það bil að fæðast. Þau voru stödd í hinum fagra Lúmbíní-garði og þar leitaði drottningin að hentugum stað, þar sem hún gæti fætt barnið. Sagan segir að meira að segja dýr og jurtir, sem virtust einhvern veginn vita hvílíkt barn var að koma í heiminn, hafi viljað hjálpa til. Þarna var t.d. stórt tré sem beygði eina grein sína niður svo drottningin gæti náð taki á henni með hægri hendi. Þegar hún hafði þannig fengið stuðning ól hún son. Þjónustufólkið tók drenginn í fang sér og var furðu slegið yfir fegurð hans og friðsæld.

Á þessu sama andartaki fór tilfinning friðar og hamingju um gjörvallt landið. Fólk gleymdi vandamálum sínum, lagði niður deilur og fann til mikils kærleika og vináttu hvert til annars. Sumir sáu skyndilega regnboga á himninum og öðrum birtust fleiri óvenjulegar og fagrar sýnir.
Picture
Vitrir menn um allt konungsríkið tóku eftir þessum teiknum friðar og gleði og sögðu hver við annan í ákefð: "Einhver mikil gæfa hefur gerst. Sjáið öll þessi dásamlegu teikn! Þetta hlýtur að vera alveg einstakur dagur!"
Maja drottning, sem hafði enga hugmynd um, að sú gleði sem hún fann til vegna fæðingar sonar síns, hafði strax breiðst út um allt konungsríkið, tók barnið í fang sér og sneri aftur til konungshallarinnar. Þetta gerðist í byrjun fjórða mánaðar í Indlandi (maí-júní) og tunglið var að verða fullt.
​Það er þessi fæðing Búdda, sem búddistar halda upp á í byrjun apríl, og við ætlum að hittast og halda uppá núna á laugardaginn kemur.

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Í gassho,

​-Alfred Chozetsu
0 Comments

Nánd og samanburður, mitt daglega líf

15/3/2018

0 Comments

 
Næsta laugardag, 17. mars frá kl. 09:15 - 10:15, mun Helga Kimyo flytja Dharma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskrift ræðunnar er "Nánd og samanburður, mitt daglega líf".

Ræða Helgu mun fjalla um daglegt líf zen iðkandans, og mun hún leggja út frá sínu eigin lífi í tali sínu. En Helga hefur stundað Zen hugleiðslu og verið mikill Zen iðkandi í yfir 30 ár. Hún hefur verið í leiðandi hlutverki frá upphafi Zen á Íslandi, bæði sem nemandi, kennari, prestur, Hoshi (Dharma Holder), Wisdom Holder og forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga. Í ræðu sinni mun Helga koma inná nokkrar af aðal áherslum Zen búddismans.
​
Picture
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
​Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.

0 Comments

Endalaus iðkun hér og nú

7/3/2018

0 Comments

 
Á laugardaginn kemur þann 10. mars 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum þá halda áfram að lesa saman úr bókinni Living by Vow eftir Shohaku Okumura. Við munum nú lesa kaflann þar sem Okumura-roshi fjallar um versið sem við kyrjum fyrir ræður og heitir "Endalaus iðkun hér og nú" í þýðingu Mikhael Zentetsu. En versið er svona á japönsku...
MUJO JINJIN MIMYO NO HO
HYAKU SEN MAN GO NAN SOGU
GA KON KENMON TOKU JUJI
GAN GE NYORAI SHINJITSU GI
...og Okumura segir eftirfarandi nokkuð góða enska þýðingu:
Picture
An unsurpassed, penetrating, and perfect Dharma
is rarely met with even in a hundred thousand million kalpas.
Having it to see and listen to, to remember and accept,
I vow to taste the truth of the Tathāgata's words.
En íslenska þýðingin verður að bíða leshringsins næsta laugardag.

Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Leshringurinn hefst svo að þessu sinni rétt fyrir kl. 10. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments

Söngufundur

28/2/2018

0 Comments

 
Kæru söngufélagar,
Næstkomandi laugardag verður haldinn söngufundur á Grensásveginum. Það er heilmikið í gangi hjá Nátthaga um þessar mundir. Í vetur hefur verið starfrækt hús-næðisnefnd sem er að skoða möguleika okkar á því að skipta um húsnæði. Húsnæðið okkar á Grensás-veginum hefur þjónað okkur vel undanfarin 10 ár og gert okkur kleift að halda úti okkar þjónustu og iðkun en því er ekki að neita að oft er þröngt á þingi og ef til vill kominn tími til að stækka við okkur og gefa Söngunni meira rými og betra tækifæri til að vaxa og dafna. Húsnæðisnefndina skipa Gyða Myoji, Alfred Chozetsu og Brynjar Shoshin og munu þau kynna fyrir okkur stöðuna hjá félaginu og þá möguleika sem eru í spilunum.
Picture
Laugardagurinn 3. mars 2018:

08:00    Zazen, Kinhin og Zazen
09:20    Samu; vinnuiðkun
09:40    Kaffi og meðlæti
10:00    Söngufundur
11:30    Fundi lýkur

Mikilvægt er að sem flestir séu með frá upphafi, leggi orð í belg og taki þátt í að móta framtíð Nátthaga. Sangan er einn af fjársjóðunum þremur eins og við vitum: Búdda, Darma og Sanga. Án Söngu er engin iðkun og engin uppljómun. Við gefum hvort öðru tækifæri til að iðka og lifa til blessunar allri skynveru. Til þess að svo megi vera þurfum við gott húsnæði, í því felast mörg tækifæri.

Ég hlakka til að hitta ykkur og ræða framtíð Nátthaga!

Níu gólfbeygjur,
Zenki
0 Comments

Kyrjun um kufl

22/2/2018

0 Comments

 
Á laugardaginn kemur þann 24. febrúar 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum þá lesa saman kafla úr bókinni Living by Vow eftir Shohaku Okumura, í þýðingu Mikhael Zentetsu.

Í þessari ótrúlega góðu bók skoðar Okumura-roshi mjög nákvæmlega ríka hefð Zen kyrjunar og þær sútrur sem við kyrjum. Hann útskýrir sútrurnar mjög nákvæmlega og hvernig kyrjunin styður við hugleiðslu okkar og þau einlægu heit okkar að lifa lífi frelsis og samkenndar. Living by Vow er handbók Zen iðkandans, og Okumura leiðir okkur eins og gamall vinur, hann er skýrmæltur og talar beint út um persónulega meiningu sútranna. Þar að auki er hann mjög gjöfull á eigin dæmisögur um praktíska þýðingu þeirra, sem gefur bókinni persónulegt og fallegt yfirbragð.
Picture
Við höfum áður lesið kaflana um Hjartasútruna og Samsemd eins og margs úr þessari bók. Nú er komið að kaflanum sem heitir Kyrjun um kufl: Að rækta akur dyggðarinnar. Þessi kafli er um versið sem við kyrjum áður en við setjum á okkur rakusu og okesa eftir morgunsetu. Þegar við kyrjum þetta vers á morgnana þá förum við fyrst tvisvar með það á japönsku og svo einu sinni á íslensku:
DAI ZAI GEDAP - PUKU
MU SŌ FUKU DEN E
HI BU NYO RAI KYŌ
KŌ DO SHO SHU JŌ
Kufl frelsunar á sér engan endi
Velgjörð hans er án forms og litar
Íklædd honum sem sannleik
Frelsum við allar skynverur
Og í þessum kafla bókarinnar segir Okumura til dæmis:
Líkaminn og hugurinn eru samansöfn af mörgum mismunandi þáttum sem eiga sér stað á þessu andartaki. Þetta breytist allt stöðugt, og því er ekki unnt að klófesta eitt né neitt sem líkamann “minn”, hug “minn”, eign “mína”. Samt sem áður festum við okkur við núverandi og tímabundið form, en þar sem allt er án sjálfs, þá getum við ekki klófest þetta form. Þegar við reynum að stjórna því, þá dregur úr lífskraftinum okkar. Þess í stað opnum við hendurnar. Þetta gerum við með því að iðka zazen.
Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni. ​Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments

Dharma ræða: Vakandi eðli allrar tilveru

15/2/2018

1 Comment

 
Næsta laugardag, 17. febrúar frá kl. 09:15 - 10:15, mun Ástvaldur Zenki flytja Dharma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskrift ræðunnar er "Vakandi eðli allrar tilveru".
​
Zenki mun ræða hin tíu mikilvægu lífsgildi sem við höfum verið að lesa um í síðustu tveimur leshringjum. Við höfum verið að lesa úr bókinni Heart of Being eftir John Daido Loori, þar sem hann segir lífsgildin innihalda alla kennslu Búddhadharma og með virkjun þeirra í lífi okkar geti þau orðið endalaus uppspretta visku. Daido-Roshi segir að lífsgildin séu stærsta og víðtækasta útlistun á dharma sem hann gæti nokkurn tímann deilt með okkur. Svo mikilvæg eru þau.
Picture
Mikilvægi lífsgildanna í lífi Zen búddhista verður líklega seint ofmetið. Kjarna þeirra er samt, eins og með margt annað í Zen, erfitt að koma í orð. Mikilvægt er því að líta ekki á þau bara frá einum sjónarhóli heldur velta þeim fyrir sér þar til andi þeirra verður manni skýr. Jakusho Kwong-Roshi kennari okkar talar um lífsgildin í bók sinni No beginning No End, þar sem hann segir meðal annars:
Þegar við viðhöldum lífsgildunum og anda þeirra í því hvernig við göngum, hvernig við sitjum, hvernig við borðum, hvernig við tölum og samskiptum okkar við aðra og umhverfið, mun stöðug nærvera þeirra lýsa upp tilveru okkar.
​-Jakusho Kwong, No Beginning No End
Allir eru hjartanlega velkomnir á Dharma ræðuna á laugardaginn og er aðgangur ókeypis. Athugið að dagskráin hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
1 Comment

Leshringur: Hin tíu mikilvægu lífsgildi (seinni hluti)

8/2/2018

0 Comments

 
Á laugardaginn kemur þann 10. febrúar 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum halda áfram að lesa kafla úr bókinni Kjarninn í tilverunni eða The Heart of Being, eftir John Daido Loori. Þessi seinni hluti kaflans sem við erum að lesa er í íslenskri þýðingu Mikhael Zentetsu.​
Picture
Bókin er umfangsmikið rit um siðferðislegar kenningar Zen búddisma og er hún mikið notuð í undirbúningi Zen nemenda fyrir Jukai. ​Jukai er búddísk athöfn þar sem við göngumst formlega við lífsgildunum sextán. Þessi sextán lífsgildi skiptast í lífsgildi fjársjóðanna þriggja, hinar þrjú tæru lífsgildi og svo hin tíu mikilvægu lífsgildi.

Í síðasta leshring byrjuðum við að lesa úr kaflanum um Hin tíu mikilvægu lífsgildi og náðum að ræða fyrstu fimm. Nú höldum við áfram og förum í gegnum lífsgildi sex til tíu. Þar segir til dæmis um áttunda lífsgildið, "Að gefa af örlæti og vera ekki smásál":
Það er hægt að sýna örlæti með ýmsum hætti. Þetta lífsgildi er ekki bara um að gefa öðrum peninga eða efnisleg gæði. Stundum er besta gjöfin bara að gefa annarri skynveru athygli með nærveru sinni, jafnvel án þess að segja nokkurn skapaðan hlut, biðja um eitt eða neitt, án þess að reyna að segja einhverjum til, gefa eitthvað af sér, fá eitthvað til baka. Slík gjöf getur verið ótrúlega mikil og haft djúpstæð áhrif. Hún veltur á því að maður viti hvenær sé rétt að bregðast þannig við og treysti því að aðstæðurnar kalli gjöfina fram.
Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni. ​Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments

Zen byrjendanámskeið - Andinn sópar hugann

30/1/2018

0 Comments

 
Picture
Hugleiðslunámskeiðið Andinn Sópar Hugann er byrjendanámskeið í Zen hugleiðslu. Námskeiðið byggir á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong Roshi, en við munum m.a. skoða valda kafla úr hljóðbókinni í íslenskri þýðingu. Nálgun Kwong Roshi er mjög ítarleg og gaumgæfileg og snýr að öllum hliðum Zen iðkunar.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji, sem bæði hafa hlotið prestsvígslu hjá Jakusho Kwong-roshi, kennara Zen á Íslandi – Nátthaga, auk þess sem Ástvaldur Zenki gegnir stöðu kennara í Nátthaga.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 8. febrúar 2018, kl. 17:30 - 19:00. Það stendur í 4 vikur, einu sinni í viku á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00 og lýkur því 1. mars. Kennt er í aðsetri Zen á Íslandi á Grensásvegi 8, 4. hæð.

Námskeiðið er öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum.

Þátttökugjald er 15.000 kr. en námskeiðið er ókeypis fyrir þá sem greiða árgjald í Nátthaga. Innifalið í þátttökugjaldi er dagleg iðkun á meðan á námskeiðinu stendur. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is.
0 Comments
<<Previous

    Eldra

    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Zen á Íslandi-Nátthagi
Grensásvegi 8
108 Reykjavík

​Leiðbeiningar á ja.is
  • Heim
  • Nátthagi
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Lög félagsins
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Skráning í trúfélagið
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
    • Ræður >
      • Kessei-ræða Hoitsu-roshi
  • Námskeið
    • Andinn sópar hugann
  • Bækur
    • Each Moment Is the Universe
    • How to Cook Your Life eftir Dogen og Uchiyama
    • Living by Vow eftir Shohaku Okumura
    • No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong
    • Not Always So eftir Shunryu Suzuki
    • Zen Mind, Beginner's Mind eftir Shunryu Suzuki
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Zazen Instruction
    • Retreats
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Dagskrá Nátthaga
    • Fréttabréf >
      • Mountain Wind fréttabréfin
    • Póstlisti
  • Lykilorð
✕